Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Síða 29
19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
G Dalsbraut 1 • Akureyr i OPIÐ Virka daga kl 10–18 og laugardaga 11-16 EITT SÍMANÚMER 558 1100
30%
AFSLÁTTUR
SPRENGJA
G
eorge, sem starfar sem umbrotsmaður og
Úlfhildur, sem er hönnuður hjá innrétt-
ingafyrirtækinu Fríform, hafa einstakt
lag þegar kemur að innréttingu heimilis-
ins. Þau telja bæði mikilvægt að bæði útlit og prak-
tík haldist í hendur.
„Okkur finnst mikilvægt að troða ekki of miklu
og að litir og falleg myndlist njóti sín.“ Stílnum lýsa
þau sem skandinavískum, stílhreinum og litaglöðum.
„Ikea og Hrím myndi ég segja að væru helstu
staðirnir þegar við kaupum inn á heimilið. Mikið er
sérsmíðað, kollar og list eftir Daníel Magnússon,
stofuborð og setbekkurinn með geymslurými eftir
Úlfhildi frá því þegar hún var að læra hús-
gagnasmíði,“ útskýrir George.
Pallurinn við húsið er í miklu uppáhaldi þegar
sólin skín og stefna þau á að bæta við dyrum út á
pallinn í sumar.
Spurð um innblástur segjast George og Úlfhildur
dugleg að fletta í gegnum tímarit, vafra um á pint-
rest og sænskum fasteignasíðum.
„Á óskalistanum er svo hangandi blómapottur,
hægindastóll eða ruggustóll og falleg motta fyrir
stofuna,“ bætir George við að lokum.
Morgunblaðið/Golli
Verk eftir Kristina Krogh kemur vel út með Pyropet.
Stílhreint og skandinavískt
Í SMÁÍBÚÐAHVERFINU Í REYKJAVÍK HAFA GEORGE KRISTÓFER YOUNG OG
ÚLFHILDUR DANÍELSDÓTTIR INNRÉTTAÐ SKEMMTILEGA ÍBÚÐ ÞAR SEM LITIR
OG SKANDINAVÍSK HÖNNUN EINKENNA PERSÓNULEGT HEIMILIÐ.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
ÚTLIT OG PRAKTÍK HELST Í HENDUR
Lítið og vel skipulagt
baðherbergi.
Heimiliskötturinn Salka fylgist grannt með.
Marglitir Pantone-kassar gefa IKEA hillunum svalt
yfirbragð í svefnherberginu.
Svefnherbergið er notalega innréttað. Davíð Young gerði listaverk við gluggann.