Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 30
Bragðið af blámygluostum getur verið biturt og rammt en gefur þó afskaplega sérstakt og beitt bragð. Oft er blá- mygluostar saltir og hafa bláan blæ yfir sér. Blámygluostar á borð við Roquefort frá Frakklandi og Gorgonzola eða gráðaostur frá Ítalíu hafa þetta stingandi bragð sem fer vel á með desertvínum og kröftunum rauðvínum. Prófið að drekka t.d. Riesling eða Sauternes með slíkum ostum. Sætan í víninu jafnar út seltuna sem má finna í blámygluostum. Blámygluostar Ferskir ostar endast fremur stutt og gott er að drekka með þeim ljós vín og létt svo sem Pinot Grigio, létt Ries- ling vín og Sauvignon Blanc. Mozzarella, Hal- loumi, Mascarpone og fetaostur eru meðal þeirra sem flokkast sem ferskir ostar en ferskir ostar eru mjúkir og gjarnan hægt að smyrja þá. Ferskir ostar Þessum flokki tilheyra ostar á borð við Jarlsberg, Ricotta, geitaost og Gouda- ost. Hvítvín í þyngri kantinum, sem hafa meðalfyllingu og sterkan ilm t.d. Char- donnay, Merlot og Syrah, henta vel með miðlungsostum. Einnig henta dimmrauð rauðvín með meðalfyllingu vel með miðlungsostum. Þetta er vegna þess að slíkar tegundir innihalda meira magn af tanníni en ljós vín og eru léttari og standa því frekar undir sér með þroskuðum ostum. Miðlungssterkir ostar Matur og drykkir Gott meðlæti með ostum *Fyrir ostaunnendur er Búrið í Grandagarði líkast himnaríki.Þar má finna ýmsar tegundir af ostum, stórum og smáum, aukþess sem þar er að finna fjölbreytt úrval af meðlæti með ost-unum góðu. Apríkósukryddsultan og grá-fíkjufreistingin frá Búrinu er ein-staklega ljúft að snæða með ostum og epla- og rósmarínhlaupið slær alltaf í gegn. HVAÐA VÍN HENTAR VEL MEÐ HVAÐA OSTI? Að finna hina fullkomnu samsetningu... TALIÐ ER AÐ FRAKKAR EIGI HEIÐURINN AF ÞEIM SIÐ AÐ SNÆÐA OSTA MEÐ LÉTTVÍNI. SAMSETNINGIN GETUR VERIÐ EINSTAKLEGA LJÚF EF VALIÐ ER RÉTT SAMAN OG GETUR ÞETTA TVENNT AF SÉR MIKLA MATARÁST. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Getty Images Harðir ostar Harðir ostar eru gjarnan stífir, bragðið af þeim ýmist þurrt eða salt og eru þeir oftast þroskaðir. Harðir ostar á borð við Parmesan og Primadonna tóna einstaklega vel með djúprauðum vínum með meðalfyllingu og henta vel með Chianti. Vín á borð við hina vinsælu þrúgu Cabernet Sauvignon passa vel fyrir harða osta eins og til dæmis Chedd- ar. Gott er að drekka Merlot með Gouda osti. Hér höfum við rjómakennda og mjúka osta með mildri skorpu eða húð. Hvít- mygluostar byrja á því að þroskast út á við og færa sig síðan hægt og rólega nær miðjunni. Miðjan er því minnst þroskuð. Hinn franski Brie ostur er hvítmygluost- ur og fer afar vel með krydduðu hvítvíni eða rauðvíni með miklum ávaxtakeim en ávaxtakennd rauðvín innihalda yfir- leitt lítið magn af tannín sem tónar vel með ostum á borð við Brie. Vín á borð við Chardonnay, Pinot Gris og Pinot Noir henta vel með hvítmygluostum. Hins vegar fer kampavín af- skaplega vel með Camem- bert. Hvítmygluostar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.