Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Matur og drykkir V íða eru barnamatseðlar einhæfir á veitingastöðum og oftar en ekki má þar finna óhollan mat. Á meðan finna má dýrindis rétti á matseðlum íslenskra veitingastaða sem bjóða upp á ferskan fisk, safaríkt kjöt og heilmikið af grænmeti er barnamatseðillinn afar lítilfjör- legur með næringarsnauðum mat. Stálpuð börn átta sig einnig á því að barnamatseðlar eru ætlaðir þeim og hvers vegna ættu þau þá að borða eitthvað annað sem er í boði á matseðlinum? Bragðlaukar barna eru ekki eins þroskaðir og fullorðinna og ekki óalgengt að þau biðji um eins- leitan mat. Það á þó ekki við um öll börn. Margar leiðir er þó hægt að fara til að tryggja að þau borði fjölbreytta og næringarríka fæðu og fúlsi ekki við matnum. Til dæmis er hægt að búa til súp- ur eða sósur með fullt af grænmeti og setja allt í blandara eða nota töfrasprota. Þannig fær barnið nóg af grænmeti. Eins er hægt að gera hefðbundinn óhollan mat að hollum með því að útfæra á nýjan máta. Til að mynda nota kjúklingabringur í svokallaða kjúklinganagga í stað þess að bjóða upp á frosna kjúklinganagga sem eru yfirleitt fátt annað en bein og aukaefni. Einstakir veitingastaðir hafa einsett sér að útbúa góðan barnamatseðil sem hefur vakið mikla lukku. Sunnudagsblað Morgunblaðsins fékk nokkra matreiðslumenn til liðs við sig til þess að koma með tillögur og hugmyndir að góðum réttum fyrir börn. Aukin umræða mun vonandi skila sér. Bjóðum upp á holl- ari mat fyrir börnin á veitingastöðum. NÆRINGARRÍKAN MAT FYRIR BÖRNIN Hollari barna- matseðla, takk VÍÐA ERU BARNAMATSEÐLAR EINHÆFIR Á VEITINGASTÖÐUM OG OFTAR EN EKKI MÁ ÞAR FINNA ÓHOLLAN MAT. ÞAÐ ER ÓHÆTT AÐ KALLA ÞETTA VANDAMÁL SEM FLESTIR FORELDRAR ÞEKKJA EFLAUST. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Getty Images/iStockphoto Gerum oft ráð fyrir að börn vilji eitt frekar en annað Mini GOTT borgari með heimalagaðri tómatsósu, sætri kartöflu, hýðis hrísgrjónum og salati Krakka spelt vefja með kjúklingi og osti, brúnum grjónum, sætum kartöflum og heimagerðri tómatsósu Kjúklinganaggarmeð sætum kar- töflum, brúnum hrísgrjónum og salati Fiskur dagsins með kartöflumauki og grilluðu grænmeti Matseðill Margir kannast eflaust við mat- reiðslubækurnar Heilsuréttir fjöl- skyldunnar og Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar sem Berglind Sig- marsdóttir og eiginmaður hennar Sigurður Friðrik Gíslason mat- reiðslumaður skrifuðu. Þau opn- uðu veitingastaðinn GOTT í Vest- mannaeyjum í maí í fyrra og leggja áherslu á hollt mataræði, einnig fyrir börn og hefur barnamatseðillinn hjá þeim vakið at- hygli. Þau gera allar sósurnar sínar sjálf og vinna matinn frá grunni. „Okkur finnst þetta mikilvægt því þá vitum við alltaf nákvæmlega hvað við erum að bjóða upp á,“ segir Berg- lind. „Við byrjuðum á því að bjóða jógúrt- sósur sem við gerðum sjálf með sumum rétt- unum okkar en sáum fljótt að börnin vilja og eru vön tómatsósunni. Við brugðum því á það ráð að panta lífræna tómatsósu fyrir þau börn sem vildu en vorum ekki nógu ánægð með það. Við ákváðum því að búa til okkar eigin tómatsósu og erum afar stolt af henni.“ Berglind segir að börn sem hafi komið á staðinn hafi mikið spurt um hamborgara og því hafi þau útbúið lítinn GOTT borgara með hreinu nautakjöti og heimalagaðri tómatsósu. Með honum eru svo sætar kart- öflur en ekki franskar, hýðishrís- grjón og salat. „Svo það er alveg hægt að útfæra þessa „hefð- bundnu“ óhollu rétti á hollan máta.“ Berglind telur að barnamat- seðlar séu víða ekki vandaðir og frekar hent saman í flýti þar sem gert er ráð fyrir að öll börn vilji borða það sama. Því miður mætti gera betur í þessum efnum. Maturinn er oftar en ekki óhollur og næringarsnauður sem er sorglegt því börn þurfa næringarríkan mat, sérstaklega þar sem þau eru að þroskast og stækka.“ Berglind segir það vanvirðingu gagnvart fjölskyldum að bjóða börnunum upp á t.d. frosna rétti einfaldlega af því að það er þægilegt, ódýrt og fljótlegt fyrir veitingastaðinn. „Ég hef aldrei heyrt barn kvarta yfir matnum hér þó að hann sé hollari en gengur og gerist. Ég held að við vanmetum oft börnin og gerum ráð fyrir að þau vilji bara eitt frekar en annað. Það á að vanda sig gagnvart öllum við- skiptavinum, líka börnum,“ segir Berglind. Tillaga að matseðli Berglindar er barna- matseðillinn á veitingastaðnum GOTT. Plokkfiskur með rúgbrauði og smöri Lambalæri með soðsósu, gulrótum og kartöflumús Fiskibollur með buglum eða hrísgjónum og léttri karrýsósu Matarmikil sætkartöflusúpa með kókosmjólk og grófu brauði Matseðill Ámundi Óskar Johansen, annar eigandi Veislumið- stöðvarinnar í Borgar- túni, er ávallt með heitan mat í hádeginu. Matinn sem þar er boðið upp á mætti titla ekta heimilis- mat. Ferskan fisk, kjöt, súpu og annað má finna í hlaðborðinu hjá þeim á hverjum degi. Hann segist sjálfur oft hafa velt þessu fyrir sér, hvers vegna barna- matseðlar á mörgum veitinga- stöðum séu ekki hollari og fjöl- breyttari en raun ber vitni. „Í rauninni ætti þetta að vera þannig að börnin borði það sama og full- orðnir. Hvers vegna ættu þau að borða t.d. samloku með skinku og osti með frönskum á meðan full- orðnir fá sér kannski vænan pastadisk eða fisk dagsins. Börn þurfa á góðri næringu að halda og ekki væri vitlaust ef veitingastaðir myndu til að mynda bjóða upp á minni útgáfu, barnvæna útgáfu af réttunum á mat- seðli,“ segir Ámundi. „Það besta sem sonur minn fær er lambalæri og kartöflur eða soðinn fiskur. Þegar við fjölskyldan gerum okkur glaðan dag og bökum eða pöntum pítsu þá borðar hann ekki eins vel. Börnum þykir hollur og alvöru matur vera góður.“ Snjallt að bjóða upp á barnvæna útgáfu af réttum á matseðli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.