Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Qupperneq 45
19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 hversu vel Svíum hefði tekist að vinna sig út úr vand- anum væri sú, að allra flokka menn sneru bökum sam- an og settu deilur um dægurmál til hliðar. Þeir þekktu sinn vitjunartíma. Það gerðu aftur á móti of fáir á Ís- landi. Þar var endað með að fara lökustu leiðina. Það var mikill skaði. Ríkisstjórnin liðaðist í sundur vegna óheilinda og undirmála. Ekkert bendir þó til annars en að traust á milli leiðtoga stjórnarflokkanna hafi haldið, en það dugði ekki til. Minnihlutastjórn var mynduð og hún fékk í kjölfarið umboð kjósenda til að fara með völdin í landinu næsta kjörtímabilið. Ekki var óeðlilegt að Vinstri grænir fengju þá veru- legt fylgi. Þeir höfðu ekki komið nærri landsstjórninni frá stofnun flokks síns og voru að auki eini flokkurinn sem var algjörlega heill og óskiptur í andstöðu sinni við Evrópusambandið. Eða það taldi þjóðin sig hafa góða ástæðu til að ætla. Sá sögubútur er nú þekktur sem óskammfeilnustu svik síðari tíma stjórnmálasögu á Íslandi. Ýmsum sagnfræðingum þykir alþýðlegt og fínt að tala niður áhrif einstaklinga á gang sögunnar. Viðbúið er að stundum hætti mönnum til að mikla hlut ein- staklinga í þróun atburða enda verður sagan svo miklu læsilegri þegar persónur eru í öndvegi og hægt er að blanda eiginleikum þeirra, kostum, brestum, uppátækjum og ástamálum inn í frásögnina. Henry Kissinger var mikils metinn fræðimaður við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum áður en hann dróst inn í eldlínu stjórnmálanna þar. Kissinger deildi fyrr- nefndum sjónarmiðum í kennslu sinni og fræðilegum bollaleggingum, en skipti snarlega um skoðun þegar hann fékk verklega reynslu af tilvonandi sagn- fræðilegum atburðum. Persónurnar skiptu svo miklu meira máli fyrir alla framþróun en hann hafði órað fyrir. Óheppilegasta úrtakið Og sá veruleiki tók að blasa við mönnum á Íslandi. Það var ekki nokkur leið að finna að því að kjós- endur söðluðu um vorið 2009 og tækju áhættuna af vinstri stjórn á ný, þótt þær hefðu reynst misjafnlega. Fyrri stjórn var rúin allri tiltrú og ástæðulaust að ætla annað en að ný yrði betri. Þau Jóhanna og Steingrímur voru í hópi reyndustu þingmanna er þá sátu á Alþingi. Þetta var því ekki til- raunastarfsemi með óþjálfaða nýliða. En þau tvö voru ekki bara reynd, þau voru einnig vel kunn. Margir vissu frá byrjun að þau tvö sem hófust þá til valda voru stjórnmálamenn sem íslenska þjóðin þurfti síst af öllu á að halda. Eins og fyrr sagði skorti ekkert á reynslu, bæði í ríkisstjórn og á þingi. Bæði voru vinnu- söm og ósérhlífin. En það var annar þáttur sem gerði miklu meira en að vega það upp, ekki síst vegna at- burðanna sem orðið höfðu og verkefnanna sem blöstu við. Hefði Kára Stefánssyni verið falið að finna sundrungargenin í íslensku félagsmálafólki hefði þetta tveggja manna úrtak sennilega dugað honum langt, jafnvel alla leið. Var þeim ekki sjálfrátt? Á fyrstu vikum eftir hrunið hafði að nokkru náðst að marka viðreisn efnahagslífsins braut. Valin var sjálfstæð leið og ólík þeirri sem Evrópu- sambandið og AGS píndu upp á aðrar þjóðir, eins og Grikkland, Spán, Portúgal og Írland, og reyndu að pína upp á Ísland. Sjálfstæð mynt landsins tryggði vonir um að útflutningsatvinnuvegirnir gætu leitt endurreisnina, eins og rættist. Nú þurfti einkum að tryggja samstöðu þjóðarinnar, virkja vilja hennar til sameiginlegra átaka. Vorið 2009 hrópaði staðan því á að leiðtogar þjóð- arinnar fylktu fólkinu saman, töluðu í það kjark og afl. Þá myndi hún komast ævintýralega fljótt út úr vand- anum. Alvarlegur utanvegaakstur En algjörlega gagnstæð leið var valin. Snúið var snar- lega út af markaðri leið þegar reynt var að hlaða ofur- byrðum á þjóðina sem hún skyldi vera hokin undir í áratugi, eins og Grikkir eru enn. Sameiginlegt átak margra ólíkra afla varð til þess að það tókst að bægja þeirri árás á þjóðarhagsmuni frá. Og það var ekki smá lið sem fór hrakfarir. Ofurefli ríkisstjórnar, viðhengjanna á „RÚV“, og á 365, í Sam- tökum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingu, og sömu fræðimannanna sem brugðust í uppsveiflunni fyrir hrunið. Ákveðið var án nokkurra röksemda, sem héldu, að sprengja í loft upp stjórnarskrána sem þjóðin hafði sameinast um í almennri atkvæðagreiðslu og á Þing- völlum 17. júní 1944. Ákveðið var að kalla saman Landsdóm í fyrsta sinn í sögunni og handvelja með þrengstu pólitísku hags- muni í huga þá sem þar skyldu auðmýktir. Allar kannanir höfðu jafnan sýnt að þjóðin var al- gjörlega andvíg því að ganga í Evrópusambandið. Nú skyldi á viðkvæmasta tíma í sögu hennar nýta sjokkið sem hún var í til að koma henni þangað. Án nokkurrar heimildar eða raunverulegrar um- ræðu voru erlendum kröfuhöfum nánast gefnar tvær af þremur bankastofnunum þjóðarinnar. Þarna eru aðeins fáein stór mál nefnd til sögunnar. En hvar sem mátti var efnt til átaka, sundurlyndis og illinda um stærstu mál, þegar við blasti að þjappa bar mönnum saman. Afleiðingarnar Því hafði verið lofað í upphafi að höft skyldu ekki þjaka efnahagslífið nema í mjög skamman tíma. En vegna síminnkandi stuðnings við æðibunuganginn um ESB-aðild var búinn til sá stóri sannleikur að alls ekki væri hægt að létta af höftum nema með því að ganga í Evrópusambandið! Og til að koma löppum undir þá riðandi kenningu var viljandi ekkert gert í því að létta af höftum allan þann tíma sem þessi sundrungarstjórn sat. Afsláttarkjör á krónum fyrir gjaldeyri voru ákveðin að geðþótta og án alls gagnsæis. Rök voru ekki gefin upp fyrir einstökum ákvörðunum, né fengu menn færi á að sjá hvað var leyft og hvað var bannað. Þessi undarlega handstýrða aðferð með gjaldmiðla- skipti hefur ekki reynst neitt raunverulegt innlegg í áætlun um afnám hafta. Að auki var hún í eðlinu vafa- söm og af henni stækur spillingarkeimur fortíðar. Öll stóru mál fyrrverandi ríkisstjórnar sigldu í strand. Icesave. Skuldaleiðrétting. Þjóðnýting sjávar- útvegs. Evrópusambandsmálið strandaði í raun þegar meira en ár var eftir af kjörtímabilinu. Aðildarferli, sem fullyrt var í upphafi að fara myndi sem hraðlest á teinum. Stjórnarskrármálið varð margföld hneisa. Hæstiréttur ógilti málsmeðferðina og textinn sem í lok skrafs og söngs var sendur Alþingi var algjörlega óbrúklegur og í raun verri en enginn og í mörgum greinum nær óskiljanlegur. Svo fór að vinstri stjórnin sjálf gerði sér grein fyrir þessu og ákvað að svæfa óværuna í nefnd. En var nokkur skaði skeður? En fyrst þessi stóru óráðsmál og fleiri slík fóru svo illa, var þá nokkurt tjón? Já, mikið. Öll voru þessi mál fallin til þess að efna til ólgu og átaka þegar þess var síst þörf. Þjóðin, sem þarfnaðist samstöðu, sundraðist á nýjan leik. Og átökin um öll þessi mál, sem runnu svo flest út í sandinn, tóku upp tíma sem hefði þurft að brúka til gagnlegri verka. Þjóðin veitti þessum tveimur stjórnmálaflokkum eftirminnilega ráðningu í kosningum 2013. Þess vegna er sérkennilegt að sjá að þeir sem eftir sitja á Alþingi úr stuðningsliði ríkisstjórnarinnar virðast ekkert hafa lært. Þegar núverandi ríkisstjórn mætti loks með þings- ályktunartillögu um að afturkalla dauðu umsóknina um aðild að ESB, svo sem sjálfsagt var, voru við- brögðin eins og þau Jóhanna og Steingrímur væru enn andlegir leiðtogar á staðnum. Dögum saman var komið í veg fyrir að þessi tillaga kæmist til umræðu í þinginu! Ekkert annað dæmi er þekkt um slíka framgöngu. Auðvitað var óafsakanlegt að forysta þingsins og stjórnarflokkanna hrökklaðist frá undan þessu offorsi. Það hefur dregið stórkostlega úr trúverðugleika þess- ara aðila. Viðbrögðin nú, við hugmyndum um afnám hafta, eru öll á sömu lund. Þetta er þó verkefni sem allir þingmenn ættu bæði að þrá og sjá sóma sinn í að sameinast um. Engu er líkara en að vinstri flokkarnir á þinginu haldi enn í gamla góða slagorðið: „Það er sundrungin sem sameinar okkur.“ Morgunblaðið/Eggert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.