Reykjalundur - 01.06.1962, Page 21
Með gervihandlegg vid framkvcema hin fláknustu störf.
að klæða sig og að setja á sig skó. Hann þarf
að læra að komast úr hjólastól inn í bíl og
að taka stólinn á eftir sér inn í bílinn, til þess
að hann geti komizt um utan húss einn og
án hjálpar frá öðrum. Hann þarfnast síns
eigin bíls með þeim sérútbúnaði, sem honum
hæfir. Og að lokum þarfnast hann starfs.
Það má teljast mjög ólíklegt, að hann geti
unnið störf á sjó framar, svo að hann stend-
ur frammi fyrir þeirri óþægilegu staðreynd
að þurfa fertugur að hefja framandi störf,
sem hann skortir þekkingu og æfingu til að
gegna. Oft er þetta örðugasti hjallinn, en
ekki of örðugur, ef hann sýnir vilja til að
komast yfir hann, og hlýtur til þess réttan
skilning og aðstoð þeirra, sem um þessi mál
fjalla.
Persónulegur vilji og skapgerð.
Þetta dæmi, sem lýst hefur verið hér að
ofan, er ekki fyrst og fremst einkennandi
fyrir endurþjálfunarstarfsemi, því að sjald-
an eða aldrei er hægt að tilfæra einkennandi
dæmi, þegar um er að ræða mannlegar ver-
ur og atvik, sem snerta líf þeirra og tilfinn-
ingar. Engin persóna er í öllu annarri lík.
Slysið eða sjúkdómurinn, sem veldur skerð-
ingu á líkamsgetunni, getur verið snöggtum
meira og afdrifaríkara en nefnt er í dæminu
hér að ofan, og það getur verið miklu léttara
eðlis og valdið minni skerðingu á starfs- og
sjálfsbjargargetu. En hin endanlega örorka
verður ekki alltaf í beinu hlutfalli við tak-
mörkun líkamsgetunnar. Persónulegur vilji
Revkjalundur
19