Reykjalundur - 01.06.1962, Síða 34

Reykjalundur - 01.06.1962, Síða 34
það glampaði á rósrauðar neglurnar með svörtum bryddingum að framan. Hún veif- aði og veifaði eins og hún ætti lífið að leysa, en svo var eins og henni þætti það ekki nóg, hún hóf vísifingurinn að vörum sér — hikandi í fyrstu, en síðan ákveðin og áköf — og sendi stóra fuglinum beztu kveðjuna sína: fingurkoss. Þannig kvaddi hún annars aðeins pabba, þegar hann fór burtu, langt, langt — á stóra skipinu — og svo auðvitað mömmu. Það var ekki fyrr en flugvélin var öll á bak og burt, að uppvíst varð, að þetta var þýzk sprengjuflugvél af þyngstu gerð. Hún hafði ekki gert neinn óskunda í þorpinu eða farið með hernaði, en þegar hljóðbært varð um þjóðerni hennar og gerð — og þá var hún horfin til hafs — komst allt í uppnám. Fregnin flaug eins og eldur í sinu um ger- vallt þorpið, í sérhvert hús um gátt og glugga, svo að eftir skamma stund vissi hvert mannsbarn, hvern gest hafði að garði borið. Móðir litlu stúlkunnar kom hlaupandi út, greip barnið í faðm sér og þrýsti því fast — fast upp að sér. Það var eins og hún hefði heimt litlu stúlkuna sína úr helju, hrifið hana með eigin höndum úr dauðans greipum. Hún titraði lítilsháttar og rauðir dílar komu í ljós á hálsi hennar. Hún var oft svo við- kvæm og æst, síðan maðurinn hennar fór í Englandssiglingarnar — henni leið ekki allt- af vel. Dagurinn leið að kvöldi í önn og leik, kló- sigi á lofti og aftansól yfir fjöllum. Litla stúlkan var örþreytt eftir störf sín við brúð- ur og í sandi. Mamma var að afklæða hana og litla skinninu þótti allt seint ganga. — Sokka af!, heimtaði hún, — kjól af!, — og smáhrein af syfjum og óþolinmæði. Mamma hennar þvoði henni rækilega og kembdi sandinn úr hárinu — og þetta var heimsstyriöld út af fyrir sig. En allt féll þó í liúfa löð og mamma hennar lagði hana í hreint rúm með ísaumuðu veri, merktu fal- legum unohafsstöfum — og það var enn sól á glugganum. Mamma litlu stúlkunnar settist við rúmið, hélt í hönd hennar og horfði dreymnum aug- 32 um út um gluggann. Það var annarlegur gljái á augum hennar, enda sá hún allt í móðu — hún var hugsi. — Mamma. — Já, elskan mín. — Babbi koma — — Já, pabbi kemur bráðum, vina mín. Nú skulum við bjóða honum góða nótt og fara svo að sofa. — Kannske kemur hann á morgun, kannske á morgun. — Hún dró það við sig og gljáinn í augunum dökknaði. Litla stúlkan lagðist brosandi út af á kodd- ann. Friður svefnsins færðist yfir andlitið. — Mamma, babbi, babbi, bab—bi — Röddin var þrungin svefnhöfgi og værð. Bless, elsku babbi —. Hún bar vísifingurinn að vörum sér — eins og til að senda fingur- koss. Fingurinn snart varirnar mjúklega, en svo hné höndin máttvana niður á söngina. Litla stúlkan var sofnuð. Lítið íslenzkt gufuskip klauf öldur Atlanz- hafsins og stráði um sig hvítu, glitrandi löðri, sem skar úr við dimmbláa víðáttuna í kring. Það var á heimleið frá Englandi og nálgað- ist óðum hina þráðu heimaströnd. Eftir nokkrar klukkustundir myndi fannhvítum tindum Islands skjóta úr diúoi hafsins. Það var engin opinská glaðværð um borð, allt var hljótt, nema reglubundin slög vél- arinnar mynduðu tilbreytingarlausa sam- fellu litvana tóna. Nú, þegar öll hætta virt- ist um garð gengin og nær dró landinu, birt- ist afturkinourinn eftir taugaæsingu hættu- svæðisins, ýmist sem þegjandaleg stirfni eða friðsæl rósemi. Hér var engin ástæða til udd- gerðargieðskapar eða hávaða — sönn gleði er ætíð þögul. Skyndilega var þögnin rofin af dunandi flugvélargný. I fyrstu gátu sjómennirnir ekki komið auga á friðarsnillinn, en brátt sáu þeir grátt ferlíki hnita hring eftir hring upni yfir sér, æ neðar. Samstundis og lióst var, að hér var óvinur á ferð, var dregin fram fornfáleg vélbyssa, er þénaði sem vopn og verja hins friðsama Reykjalundur

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.