Reykjalundur - 01.06.1962, Page 44

Reykjalundur - 01.06.1962, Page 44
Kusma með konunni sinni: Falleg andlit, hraust og glaðleg; þannig litu þau út, börnin þeirra. Stefán horfði lengi á þessi andlit, þó hann þekkti þau ekki öll, og andvarpaði. Það komu tár í augun á konu hans og gerðu henni ó- kleift að greina andlitin í sundur. Auk þess sótti blinda á augun. Myndirnar voru settar undir gler í ramma og hengdar upp á vegg. Stefán greip hvert tækifæri sem bauðst, til að guma af sonum sínum: „Þeir hafa gert það gott, þessir pjakkar! Þeir væru orðnir hershöfðingjar, ef þeir hefðu farið í herinn.“ Stefán hafði gaman af að tala um syni sína. Þá var hann ánægður og brosti. Arin liðu. Ekki aðeins heilsu Stefáns hafði hrakað með árunum, það var einnig kominn fúi í gömlu eikarbjálkana í kofanum hans. Af eigin rammleik hafði Stefáni tekizt að reisa sér nýjan kofa. Einu sinni sagði Stefán við konu sína: „Það væri ekki vitlaust að halda reisugildi, gæzkan. Kannske synir okkar komi í reisu- gildið ..!“ ,.Nei, þeir koma ekki,“ andvarpaði konan. „Heldurðu, að þeir hafi ekkert annað að gera en koma í reisugildi? Þetta fólk er störfum hlaðið. Það er annað með okkur, sem gerum ekki annað en éta og sofa ...“ „Jæia,“ jánkaði Stefán og varð hugsi. Hvað var hann að hugsa? Upp frá bessu var Stefán Drobysch dögum saman í þung- um þönkum og súr á svip. Það leit ekki út fyrir, að nvi kofinn hans væri honum l'eng- ur neitt gleðiefni. Hjá sonunum gekk lífið samt sinn vana gang. En skvndilega var ró þeirra raskað af óvæntri frétt. Dag nokkum fengu synimir þrír samhljóða bréf frá foreldrum sínum: „Við erum orðin gömul og lúin. En þó við þispium elbstvrk frá samyrkiubúinu og það sé okkur hiálnlegt á allan hátt, þá er samt ekki gott til þess að hugsa að eyða æfikvöld- inu í einveru. Þess vegna höfum við ákveð- ið að selja kofann og flytja til einhvers ykk- ar. elsku synirnir mínir. Komið nú og sæk- ið okkur . ..“ Nikolai, elzti sonurinn, ráðfærði sig lengi við konu sína, um hvað nú skyldi til bragðs taka. „Eigum við að taka mömmu til okkar,“ stakk konan upp á, „hún getur passað börn- in. Við þurfum hvort eð er að hafa vinnu- stúlku. Og pabbi, hann getur verið til skipt- is hjá Awdej og Kusjma ...“ „Það er kannske ekki rétt að skilja gömlu hjónin að,“ svaraði Nikolai efablandinn. „Þá væri bezt, að þau færu bæði til Avvdej og Kusjma,“ ráðlagði konan, „okkar fjölskylda er hvort sem er svo stór; við eigum fjögur börn.“ „Það getur vel verið, að þeir taki gömlu hjónin að sér. Eg ætla að fara til pabba — og tala um þetta við hann.“ ,.Nei, þú ferð ekki einn. Eg kem með,“ maldaði kona hans í móinn. „Þú ert svo veikgeðja, að um leið og þú ert farinn að finna á þér, er búið að þröngva þeim báð- um. nabba og mömmu, upn á þig .. Hiá Awdej var sömuleiðis í skyndi boðið til fjölskyldufundar. Konan sótti fast á mann sinn: „Hvar ættum við að koma þeim fyrir? Þetta er hlægilegt! Að ætla sér að flytja fólk úr sveitaborni í kaupstað. Þú gætir engan hemil haft á þeim — þau rifu sig laus.“ „Það er hverju orði sannara,“ jánkaði Aw- dej. „Bezt væri, að gömlu hiónin færu til Kusima. Það væri réttast fvrir þau að dvelia á ráðstiórnarbúi unni í sveit. Ég ætla að fara til' beirra og leiða beim betta fvrir sión- ir ...“ ,,Ef einhver fer þangað, þá förum við bæði,“ tilkynnti konan. Það var einnig ráðstefna hiá Ku«ima og konunni hans. Þau leystu vandamálið einn- ig eftir sínu höfði: „Auðvitað ættu eldri bræðurnir að taka þau til sín. Þeir eru bet- ur settir en við, sem varla erum farin að standa á eigin fótum . ..“ „Já, þeir ættu að fara til þeirra og sækia bau,“ samsinnti kona hans. „Sendu beim bréf og segðu, að bér bvki fyrir bví að veta ekki komið, en bú sért svo önnum kafinn. Eða reyndu að láta bér detta eitthvað ann=ð í hug .. „Einhveria afsökun verður maður auðvit- að að hafa,“ sagði Kusima, „en þó þannig, að málið snúist ekki í höndunum á manni. 42 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.