Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 38

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 38
Elín Elíasdóttir Fœcld 13. nóv. 1913 — Dáin 12. marz 1971 Þann 12. marz síðastliðinn andaðist á Borgarspítalaunm Elín Elíasdóttir 57 ára að aldri. Hafði hún um langt skeið liáð baráttu við sjúkdóm þann, sem dró hana til danða. Veikindi sín bar hún með hug- prýði og æðraðist ekki. Elín fæddist að Saurbæ í Holtum 13. nóv. 1913. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- ríður Pálsdóttir og Elías Þórðarson. Elín var næst elzt af sínum systkinum — sex bræður og tvær systur. Elín giftist Ólafi Guðmundssyni 18. des- ember 1948 og eignuðust þau fjögur börn í hjónabandi sínu. Ekki fór Elín varhluta af berklaveikinni þótt hún sjálf yrði ekki berklaveik. Þá rétt eftir giftingu þeirra veiktist Ólafur af berklum 1949 og reis ekki úr þeim veikindum fyrr en 1959, að hann fékk bata. Elín má'tti þá sjálf berj- ast harðri baráttu fyrir afkomu heimilis- ins og hlúa að sínum manni og styðja hann og styrkja með nærveru sinni, þegar hún gat komið Jrví við. Elín fylgdist einnig mikið með málefnum S.Í.B.S. og hugsaði hlýtt til þeirra samtaka, enda latti hún mann sin ekki, jDegar hann gat lagt sam- tökunum lið, sem hann og gerði, enda hefur hann verið framarlega í röðum þeirra, sem unnið hafa samtökunum gott starf. Elín Jrekkti Jrví vel sögu S.Í.B.S. frá byrjun og lá ekki á liði sínu að kynna mál- staðinn. Fyrstu kynni okkar Elínar voru, Elín Elíasdóttir er íriÓðir mín kom að Saurbæ sem kaupa- kona og hafði mig með sér. Þá var ég tveggja eða þriggja ára gamall, en Ella, en svo kall- aði ég hana ætíð, ári eldri, og jrar var ég hjá hennar góða fólki sumarlangt. Móðir mín talaði olt um þetta góða fólk, foreldra Ellu, en hún hafði það bezta frá ]:>eim báð- um. Þessi glaða og indæla kona, sem hrifin var frá ástríkum eiginmanni og börnum Jreirra, sem sakna hennar svo rnikið, verður vinum og vandamönnum mjög minnisstæð. Rétt áður en Elín dó, sendi hún Berkla- vörn í Reykjavík lag í gegnuni óskalaga- Jrátt sjúklinga, en Jxað sýnir, hvað henni Jaótti vænt um þessi samtök. Við, sem jækkt- um Elínu og mann hennar, minnumst samverustundanna með Jreim hjónum á félagsmótum samtákanna og víðar. Ég og fjölskylda mín sendum eiginmanni, börnum og öðrum vandamönnum innileg- ar samúðarkveðjur. Hróbjartur Lúthersson. 38 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.