Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 21

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 21
9. gr. Til þess að koma á fót vinnustöðvum fyrir öryrkja, er heimilt að veita styrki og lán sem hér segir: a. Styrk úr erfðafjársjóði, sem nemur allt að 40% af stofnkostnaði. b. Lán úr atvinnuleysistryggingasjóði til 20 ára með 5% ársvöxtum, sem nemur allt að 40% stofnkostnaðar. Skýring við 9. gr. Grein þessi fjallar um aðstoð til þess að koma á fót vinnustöðvum fyrir öryrkja. Hlutdeild erfðafjársjóðs í þessu efni er ekki nýmæli, því að erfðafjársjóður hefur veitt aðstoð af þesu tagi. Það er hins vegar ný- mæli í b-lið greinarinnar, þar sem gert er ráð fyrir 20 ára hagkvæmu láni úr atvinnu- leysistryggingasjóði. Hlutverk vinnustöðva er að veita öryrkjum atvinnu eða þjálfa þá, svo að þeir geti séð sér farborða með eigin starfi. Hlutverk atvinnuleysistrygginga er að bæta böl þeirra, sem atvinnulausir eru og því í raun og veru hið sama og hlutverk vinnustöðva samkvæmt frumvarpi þessu. Er því eðlilegt að gera ráð fyrir aðstoð trygg- inganna í þessu skyni. 10. gr. Verði halli á rekstri endurhæfingarstöðv- ar eða öryrkjavinnustofu, getur endurhæf- ingarráð Iagt til, að hann verði að einum þriðja hluta greiddur úr atvinnuleysis- tryggingarsióði, að einum þriðja hluta af lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins og að einum þriðja hluta af rekstraraðila, og er þá stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs og tryggingaráði, hvoru um sig, heimilt að veita styrki samkvæmt tillögum endurhæf- ingarráðs. Skýring við 10. gr. Samkvæmt núgildandi lögum eru eng- in ákvæði um aðstoð vegna rekstrarhalla endurhæfingar- eða öryrkjavinnustofa. í ná- grannalöndum okkar er þessu þó á annan veg farið, þar bera opinberir aðilar eðlileg- an halla af slíkum rekstri. í grein þessari er lagt til, að halla slíkra stöðva verði skipt jafnt á milli þriggja aðila, atvinnuleysistryggingasjóðs, lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar ríkisins og rekstrarað- ilans. Um hlutdeild atvinnuleysistrygginga- sjóðs vísast til athugasemda við 9. gr. Þar eð vel heppnuð endurhæfing mun létta bótagreiðslur til ýmissa öryrkja eða jafnvel spara þær alveg, virðist eðlilegt, að sá aðili, nefnilega lífeyrisdeildin, sem greiðir ör- orkubætur, styðji endurhæfingarstarfið, svo sem hér er gert ráð fyrir. Til þess að tryggja hagkvæman rekstur þessara stofnana þykir nauðsynlegt, að þeir, sem annast rekstur þeirra, beri sinn hluta í halla þeim, sem óhjákvæmilega leiðir af rekstri stöðvanna, ef þær annars eiga að ná þeim tilgangi, sem þeim er ætlað. 11. gr.^ Heimilt er að veita fé úr erfðafjársjóði til þess að koma á fót dvalarheimilum fyrir öryrkja, svo sem hér segir: a. Lán, sem nemur allt að fjórðungi bygg- ingarkostnaðar, sem vera skal með sömu afborgana- og vaxtakjörum og lán þau, sem um ræðir í 7. gr. b. b. Styrk, sem má nema allt að fjórðungi byggingarkostnaðar. Skýring við 11. gr. Hentugt og gott húsnæði er eitt torleyst- asta vandamál margra öryrkja. Greininni er ætlað að létta undir byggingu íbúðarhús- næðis fyrir öryrkja og skapa möguleika til lágrar húsaleigu, sjá staflið b. í þessari grein. Ætlazt er til þess, að þær framkvæmdir í þessu efni, sem nú er byrjað á, hús Öryrkja- bandalags íslands, Sjálfsbjargar og Blindra- félagsins, geti notið þessarar fyrirgreiðslu. REYKJALUNDUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.