Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 12

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 12
hefur verið útrýmt í þessum hluta heims með ónæmisaðgerðum. Þannig mætti lengi rekja ýmsa sjúkdóma og kvilla, sem áður herjuðu á fólk til ör- kumlunar, en eru nú úr sögunni. Hinsvegar virðast aðrir sjúkdómar komnir þeirra í stað, hafandi annað svipmót og skapandi annars konar vandamál en áður fyrr voru til. Þessi vandamál eru nútímafólki kunn og verða ekki rakin hér nema að því leyti, sem þau eru samstæð atriðum, sem líkleg eru til að verða ofarlega á baugi í famtíð- inni. Hægt er að flokka þá, sem þarfnast end- urhæfingarþjónustu í þrjá meginhópa: 1) Þeir, sem hafa til að bera meðfædda örorku. 2) Þeir, sem veikzt hafa og bera varan- legar örorkumenjar eftir sjúkdóminn. 3) Þeir, sem bera slíkar menjar eftir slys. Að vissu leyti er óþarft að greina á milli annars og þriðja hópsins, þar eð endanlega standa báðir hóparnir svipað að vígi með hliðsjón af hinni varanlega skertu orku. Ég tel þó ástæðu til að greina þarna á milli af ýmsum ástæðum. Hins vegar hefur fyrsti hópurinn algera sérstöðu gagnvart hinum tveimur. I stuttu máli er spá mín sú, að hlutfallslega aukist verulega fjöldi þeirra, sem til fyrsta hópsins teljast. Að tala þeirra, sem heyra til öðrum hópnum, lækki nokk- uð, en fjöldi í þeim þriðja standi að mestu í stað. Meðfœdd örorka. Tvímælalaust eru margar og ólíkar ástæð- ur til þess, að nú ber meir en nokkru sinni fyrr á einstaklingum, sem vaxa úr grasi með meðfædda líkamlega og/eða and- lega örorku. Sumar ástæðanna eru kunnar, aðrar ekki. Nefna má sem dæmi um óþekkt- ar ástæður, að eigi er vitað, hví fleiri börn hafa fæðst á síðasta áratug með klofinn (opinn) hrygg en áður. Þekktar eru hins vegar ýmsar ástæður fyrir margvíslegum útlimaaflögunum eða útlimavöntun af völd- um efna, sem mæður hafa neytt á vissum tíma meðgöngu. Einnig er þekkt skaðleg verkan rauðra hunda á fóstur. Ýmsar ástæður fyrir sköddun miðtaugakerfis í nýfæddum eru einnig þekktar, en hvað sem líður beinum ástæðum til fjölgunar þeirra, sem meðfædda örorku hafa, er vel kunnugt um ýmsar meðvirkandi orsakir. Þar má sérlega nefna, að nú tekst betur og betur að halda lífi í líflitlum og veik- burða fæddum börnum. Dánartala ný- fæddra lækkar. Ennfremur eru ýmis ráð tiltæk nú til að forða börnum með með- fædda örorku frá fylgikvillum og lífshættu- legu líffæratjóni. Þessar og aðrar óbeinar ástæður leggja sitt af mörkum til fjölgunar einstaklingum, sem fæðast og vaxa upp með ýmislega meðfædda örorku. Stærsta heildin innan hópsins eru hin svokölluðu „heilasködduðu börn". Sködd- un miðtaugakerfis gerist ýmist í móður- kviði, í fæðingu eða strax eftir fæðingu. Staðsetning og útbreyðsla sköddunar í mið- taugakerfi er að sjálfsögðu mismunandi, og því eru sjáanleg merki sköddunarinnar einnig mjög misjöfn frá einu barni til annars. Það getur verið um að ræða smá- vægilega truflun á hreyfingu eins útlims eða fleiri og allt upp í algera lömun bols og útlima samfara skerðingu á einum eða fleirum sviðum andlegra eiginleika. Það hefur löngum verið vitað, að börn með meðfædda sköddun á miðtaugakerf- inu skapa sérlega margbrotið, örðugt og langvinnt meðferðar- og umönnunarvanda- mál. Einkanlega gildir þetta um börn, sem hafa skertar líkamshreyfingar og jafnframt truflun á starfsemi eins eða fleiri skynfæra. Þannig er talað um „fjölfötluð börn": börn, sem hafa skertar líkamshreyfingar, en einn- ig t. d. sjóntruflanir, heyrnartruflanir, tal- 12 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.