Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 39

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 39
Jón Sigurður Lárusson F. 9. febrúar 1934. — D. 18. febrúar 1970. Árið 1952 dvaldi ég nokkra mánuði á Vífilsstöðum og lenti á stofu með tveim ungum mönnum, báðum innan við tvítugt. Annar þessara ungu manna var Jón Lárus- son, þá 18 ára gamall, ættaður frá Flatey á Breiðafirði, Hann hafði fengið berkla í bak nokkr- um árum áður og sjúkdómurinn dregið úr vexti hans, svo að hann náði ekki fullri hæð, en það, sem Jón skorti á líkamsvöxt- inn, liafði hann fengið bætt með sínu frá- bæra skapi og ljúfmennsku. Allir, sem kynntust honum, urðu vinir hans, og sú vinátta entist, því að Jón var alltaf sami einlægi, góði félaginn á hverju sem gekk. Eg hafði um nokkurra ára skeið annast félagshjálp fyrir S.I.B.S. og kom það því í minn hí'ut að útvega Jóni atvinnu. Hann hafði um tíma unnið við innheimtustörf lijá Kr. Kristjánsson h.f. og fallið það vel, en orðið að hætta vegna sjúkdómsins. Okkur kom saman um, að hann reyndi einhverja iðn, og fór hann um tíma í skó- smíðanám, en féll það ekki. Þegar starf innheimtumanns losnaði hjá S.I.B.S. og Reykjalundi, ákvað hann að breyta til aftur. Jón SigurÖnr Lárusson Jón vann síðan fyrir sinn gamla félags- skap, þar til hann skyndilega og öllum á óvænt var burtu kallaður í svefni. S.I.B.S. hefir átt mörgum góðum starfs- krafti á að skipa, en trúrri og betri full- trúa var ekki hægt að fá, og svo prúður var hann í akstri sínum um götur borgar- innar og tillitssamur við vegfarendur, að athygii vakti. Jón bjó alla tíð hjá foreldrum sínum, Halldóru Bjarnadóttur og Lárusi Guð- mundi Eyjólfssyni. Hann tók þau með sér í sumarfríum sínum víðsvegar um landið og gerði allt, sem í hans valdi stóð til að verða þeim sem beztur sonur. Er missir jreirra mikill. Við, vinir hans, tökum þátt í söknuði þeirra, en gott er að eiga jafnljúfar minn- ingar um genginn félaga. S.Í.B.S. þakkar honum mikið og gott starf. Guðmundur Löve. REYKJALUNDUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.