Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 29

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 29
stuðli að því, að hinn fatlaði maður sé í'yrir það færari til að vinna fyrir sér; b. auðveldara sé að finna þá fatlaða menn, er þarfnast viðreisnar til þess að geta unnið fyrir sér og færir geta orðið um það; c. unnt sé að hefjast handa urn að þjálfa fatlaða menn til atvinnu á fyrsta og hent- ugasta stigi; d. láta í té læknisráð, þar sem þeirra er þörf, á öllum stigum atvinnuþjálfunar; e. láta fara fram mat á hæfileika manns- ins til að starfa. 27. Þegar því verður við komið og læknir telur það ekki óhentugt, skyldi at- vinnuþjálfun hefjast meðan hinn fatlaði maður nýtur læknishjálpar. VII. Aðferðir til pess að fjölga atvinnumöguleikum fatlaðra. 28. í náinni samvinnu við félagssamtök vinnuveitenda og verkamanna skyldi haf- izt handa um að fjölga sem mest tækifærum fatlaðra til þess að ná í hentuga atvinnu og halda henni. 29. Slíkar aðgerðir skyldu fylgja eftir- greindum meginreglum: a. fatlaðir menn skyldu njóta sömu tæki- færa og ófatlaðir til þess að vinna þau störf, sem þeir eru eins færir um að leysa af hendi; b. fatlaðir menn skyldu hafa algerlega frjálsar hendur um að taka að sér störf hjá vinnuveitendum eftir eigin vali; c. áherzla skyldi lögð á hæfileika fatlaðra manna og vinnugetu, en ekki á getu- skortinn. 30. í þessum aðgerðum skyldi innifalið: a. rannsóknir, er miði að því að skilgreina og sýna vinnugetu fatlaðra manna; b. víðtæk og varanleg kynning staðreynda með sérstöku tilliti til: ( i.) vinnusemi, afkasta, slysatíðni, fjar- vista og áreiðanleika fatlaðra manna við atvinnu í samanburði við ófatlaða menn, er stunda hina sömu vinnu; (ii) aðferða við val starfsfólks, miðaðra við það, er sérstaklega þarf á að halda við starfið; (iii) aðferða til þess að bæta vinnuskil- yrði þar með talið tilhögun og breytingar á vélum og útbúnaði, svo að auðveldara sé að nota fatl- aða menn; c. ráð til þess að draga úr kvöðum á hend- ur einstakra verkamanna að því er varð- ar iðgjöld vegna réttinda til bóta; d. hvatning til vinnuveitenda um tilflutn- ing þeirra starfsmanna, er sökum líkams- bilunar hafa ekki lengur sömu vinnu- getu og áður, til hentugra starfsgreina í fyrirtækjum sínum. 31. Þar sem það getur samrýmzt lands högum og er í samræmi við stjórnarstefnu landsins, skyldi stuðlað að því, að fatlaðir menn fái atvinnu, t. d. með eftirgreindum ráðum: a. að vinnuveitendur taki í ]3jónustu sína tiltekna hundraðstölu fatlaðra manna, þó svo, að ekki þurfi ófatlaðir að víkja; b. að tiltekin störf séu aðeins fötluðum mönnum opin; c. að ráðstafanir séu til þess gerðar, að alvarlega fötluðum mönnum séu veitt tækifæri til atvinnu eða að þeir hafi for- gangsrétt til starfa, er sérstaklega séu talin henta þeim; d. að stuðla að því, að stofnuð séu sam- vinnufyrirtæki eða önnur svipuð fyrir- tæki, er stjórnað sé af fötluðum mönn- um, eða fyrir þeirra hönd, og sé rekstur þeirra gerður sem auðveldastur. REYKJALUNDUR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.