Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 17

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 17
þinginu 1969. Það hlaut fylgi og áhuga allra llokka. Sú eina breyting, sem var gerð á því, var ein viðbótarsetning, sem opnar möguleika til samvinnu við þá aðila, er vinna að endurhæfingu heilbrigðra. Sú við- l)ót er okkur á engan hátt fjötur um fót. Þessi nýju lög fjalla fyrst og fremst um starfsendurhæfingu. Þau eru fyrstu sérlögin á þessu landi um endurhæfingu og er því full ástæða til þess, að öryrkjar og þeir, sem að þeirra málum vinna, fagni þessum áfanga, sem ég held að geti orðið okkur að miklu liði. Skapað festu og víðsýni og opn- að möguleika til aðgerða, þar sem þörf var fyrir hendi, en lítið aðhafzt. Þar eð endurhæfing er margþætt ogmörg- um lítt kunn, þá vil ég reyna að skilgreina með örfáum orðunr, hvað átt er við. Endur- hæfing er að verulegu leyti skipulagning og áætlanagerð um framtíð þess, sem vegna slyss, sjúkdóms eða meðfæddra örkumla, hefir minni möguleika á því að sjá sér og sínum farborða heldur en heilbrigður ein- staklingur, og ennfremur hvers konar að- gerð, er nriðar að því að afla á ný glataðrar orku, með þjálfun lamaðra líkamshluta eða öðrum tiltækum ráðum. Meginþættir endurhæfingar eru fjórir: 1. Læknisfræðileg endurhæfing. 2. Félagsleg endurhæfing. 3. Fræðsla og starfsmenntun (skólun). 4. Atvinnuendurhæfing. Markmið læknisfræðilegrar endurhæf- ingar er: a. að draga senr mest úr skaða, andlegum eða líkamlegum, er verður vegna sjúk- dónra, slysa eða nreðfæddrar vanhæfni. b. að beita öllunr tiltækum ráðunr til þess að ná sem fyllstum bata á sem skemmst- um tíma. c. sé fullur bati óhugsandi, þá að stuðla að svo góðunr bata, senr unnt er og kenna einstaklingum að lragnýta þá orku, sem eftir er á sem árangursríkast- an hátt. Markmið félagslegrar endurhæfingar er: a. að kynna sér og rannsaka lragi þess, sem endurhæfa skal og fjölskyldu hans. b. að gefa ráðleggingar unr fjölskyldusanr- skipti, fjármál, húsnæðismál, atvinnu- mál og hvert það annað vandamál, er leysa Jrarf. c. að veita fræðslu og ráðleggingar vegna þess andlega áfalls, sem fötlun er og sætta viðkomandi við að lifa lífinu fatl- aður. Sjúkdómar og slys geta gjörbreytt afkomumöguleikum og lífsviðhorfum nranna á svipstundu. Það getur háð bata sjúklings, ef hann hefir áhyggjur eða kvíða vegna eigin afkomu eða fjöl- skyldunnar. Frœðsla og starfsmennt.un (skólun) er fólgin í hvers konar námi, bóklegu og verk- legu, og er mikilvægur þáttur í endurhæf- ingu. Rétt valið nánr getur dregið nrjög úr hindrun þeirri, sem fötlun er, og bætt upp þann skaða, sem orðinn er. Nám getnr al- gerlega skorið úr um það, lrvort full starfs- hæfni næst á einhverju sviði. Atvinnue7ulurhœfing er lokamarknrið endurhæfingarinnar og er fólgin í því að afla þeim senr endurhæfður er, þeirrar starfshæfni, er nægi til framfærslu lrans. Meginþættir eru: a. Starfs- og lræfniprófun, er fer franr í þar til ætluðum hæfniprófunarstöðvum. b. Skólar eða námskeið, senr vísað er til í samræmi við árangur hæfniprófa. , c. Þjálfunarstaðir eða avinnustöðvar, er hafa það lrlutverk að æfa öryrkja undir framtíðarstarf. d. Útvegun vinnu við þau störf er henta, að endurhæfingu lokinni. Hér fara á eftir einstakar greinar frum- varpsins og nokkur orð til skýringar hverri. REVKJALUNDUR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.