Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 25

Reykjalundur - 01.06.1971, Blaðsíða 25
Tillaga Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar nr. 99 um atvinnuþjálf un fatlaðra manna til viðreisnar þeim (1955) /. Skilgreiningar. 1. f tillögu þessari tákna: a. orðin „atvinnuþjálfun til viðreisnar" þann hluta stöðugrar og samræmdrar viðreisnartilraunar, sem felur í sér ráð- stöfun til þeirrar atvinnuþjónustu, t. d. leiðbeiningar um atvinnuval, þjálfun til sérstakrar atvinnu og útvegun sérstakr- ar atvinnu, sem miðar að því, að fatl- aðir menn geti fengið og haldið í þá atvinnu, sem þeim hentar; og b. orðin „fatlaður maður" þann mann, sem hefur minni horfur á að geta aflað sér hentugrar atvinnu sökum þess að hann er líkamlega eða andlega fatlaður. II. Svið atvinnuþjálfunar til viðreisnar. 2. Aðstoð um atvinnuþjálfun til við- reisnar skyldi standa öllum fötluðum mönn- um opin, hvers eðlis sem fötlun þeirra er og hvernig sem hún er til komin og á hvaða aldri sem þeir eru, svo framarlega sem unnt er að búa þá undir að taka að sér hentugt starf og halda því og þeir hafa þolanlegá horfur á, að það megi takast. III. Reglur og aðferðir við leiðbeiningar um stöðuval, atvinnuþjálfun og útvegun atvinnu handa fötluðum mönnum. 3. Allar nauðsynlegar og hagkvæmar ráðstafanir skyldu gerðar til þess að koma á og efla leiðbeiningarþjónustu um atvinnu- val handa fötluðum mönnum, sem þurfa á aðstoð að halda við að velja sér atvinnu eða breyta til um hana. 4. Aðgerðirnar við leiðbeiningar um atvinnuval skyldu taka til þess, er að neðan greinir, að svo miklu leyti sem það samrým- ist kringumstæðum í landinu og á við í hverju einstöku tilfelli: a. að hafa tal af þeim sýslunarmanni, sem leiðbeinir um stöðuval; b. að kynna sér það, sem upplýst verður um atvinnusögu mannsins; c. að kynna sér skólaferil hans og annað það, er upplýst verður um menntun hans, munnlega og verklega; d. læknisskoðunar með atvinnuval fyrir augum; e. viðeigandi gáfna- og hæfileikaprófa og annarrar sálfræðilegrar prófunar, þar sem það hentar; f. að afla upplýsinga um kringumstæður hans sjálfs og skylduliðs hans g. að ganga úr skugga um hæfileika hans og hæfileikaþroska með því að prófa hann í starfi og með öðrum slíkum ráðum; h. tæknilegra prófa, hvort heldur munn- legra eða með öðrum hætti, hvenær sem slíkt virðist nauðsynlegt; i. sundurliðunar á líkamlegum hæfileik- um með hliðsjón af því, hvað hverri at- vinnugrein hentar, og þeim möguleika að þroska hæfileikana; j. að afla upplýsinga um atvinnu og tæki- færi til þjálfunar eftir því, hverjir hæfi- leikarnir eru, líkamlegir hæfileikar, og til hvers maðurinn er fallinn og hvert löngun hans stefnir, hverja reynslu hann hefur og hvað það sé, sem vinnumark- aðurinn þarfnast. 5. Þær reglur, ráðstafanir og aðferðir við atvinnuþjálfun, sem að jafnaði tíðkast, REYKJALUNDUR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.