Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 9
HÚNAVAKA
7
Hjúnin á
Holta-
stuðum,
Jónatan J.
Lín dal
°g
Soffia
Péturs-
dóttir.
Raðað var í hverjum bekk eftir kunnáttu, og menn því færðir
milli sæta, upp eða niður eftir því sem efni stóðu til. Próf voru
þrisvar yfir veturinn, öll skrifleg — kom margt skrítið fyrir í þess-
um prófum — ýmsar vitleysur, sem haldið var á lofti. — Dvölin á
Möðruvöllum jók okkur sjálfstraust og bjartsýni. Eflaust hefur
þetta sett sitt mark á framkomu okkar, því við vorurn af sumum
kallaðir montnir. Þegar ég kom frá Möðruvöllum fannst mér sem
ég hefði lagt undirstöður að ýmsu en fátt fulllært. — Því var það,
að ég nam eitt ár ensku hjá Jakob Líndal — og vegna þess hve ég
taldi mig hafa litla verkmenntun, fór ég 6 árum síðar til náms í
Noregi. Var ég þar í tvö ár. Fyrra árið dvaldi ég á tveim búgörð-
um, en síðara árið sem óreglulegur nemandi við landbúnaðarhá-
skólann í Ási.
í Noregi sá ég margt, sem var alveg nýtt fyrir mér — rnátti segja
að ég að vissu leyti fengi innsýn í nýjan heim.
Vorið 1905 kom ég heim frá Noregi. — Haustið eftir deyr faðir
minn. Tók ég við búinu vorið 1906 og hef búið hér óslitið síðan.
Fyrstu búskaparárin bjó ég með móður minni, sem var mjög vel
ern. — Var ég þá hálfgerður lausgöngumaður. T. d. var ég 1 j/2 ár
kaupfélagsstjóri á Blönduósi. Árið 1911 gekk ég að eiga Guðríði
Sigurðardóttur frá Lækjamóti, en við kynntumst, er hún var for-