Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 13

Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 13
HÚNAVAKA 11 væri hvergi þurr þráður. Einn slíkan dag tók það mann heilan dag að komast frá Blönduósi til Kagaðarhóls, en það svarar til þess að hann hafi mjakazt um 1 km á klst. 1918 var mesta neyðarár. Þá var svo kalið hér túnið að ég mun hafa fengið um 150 hestburði af pinklabandi, miðað við 350—400 hestburði í meðalári. Engjar voru og afleitar. Ég hafði 250 á fóðr- um árið áður en fækkaði því niður í 80 — og sé ég ekki eftir því. — Þá lauk ég við að borga mínar skuldir vegna húsbyggingarinnar. Verðlag: Á árunum eftir aldamótin var verðlag afurða ekki hátt. Kjötkg. mun hafa kostað frá 24 aurum upp í 34. — Framgengin ær 14 kr. en fyrir dilkinn 6—7 kr. Karlmannskaupið var 12—14 kr. eða 2 fjórðungar af smjöri. Kaupakonan var með 7—8 kr. Menn að vori 1—1.50 kr. á dag. Mjög hátt kaup þótti ef greiddar voru 2 kr. á dag yfir hásláttinn. Árskaup vinnumanns kr. 150.00. Mesta neyðarár í búskap hjá mér var árið 1932. Þá varð að gjalda verkamanni 5 kr. í dagkaup — en dilksverðið var 7—8 kr. Og þegar mér verður til þessa hugsað, þá sé ég ekki ástæðu til að vera að berja sér nú. Nei, það er mikil fjarstæða. Ég held það séu ekki vandræði að búa núna. Þegar ég lít um farinn veg, þá finnst mér sem margs sé að minn- ast, þó flest það megi sjálfsagt telja til hversdagslegra viðburða. Ég man marga menn þjóðfræga — meðal annarra stórmenni eins og Hannes Hafstein, Björn Jónsson, ráðherra, Einar Benediktsson, skáld, o. fl. og á hinu leitinu Sölva Helgason og Guðmund dúllara. Einhver heitasti pólitískur fundur, sem ég man, var haldinn á Kornsá 1899. Hraðmælskustu menn, sem ég heyrði þar, voru Júlíus í Klömbrum og Árni í Höfðahólum. Ýmislegt man ég, sem ekki mun teljast til stórra atburða, en varð oft kærkomið í fábreytni líðandi daga, og því á lofti haldið og gleymdist síður. Hér skal fátt eitt til tínt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.