Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 7

Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 7
ÞORSTEINN MATTHÍASSON, SKÓLASTJÓRI: Höfðingjar sóttir heim Heima hjá Jónatan á Holtastöðum, sem lengst hefur búið allra núlifandi bænda í Húnaþingi Um árabil var Möðruvallaskóli sú menntastoínun, sem hæst bar í augum almennings á íslandi, næst latínuskólanum í Reykjavík. Fróðleiksfúsa pilta, sem ekki hugsuðu til langskólanáms, en vildu vaxa til menningar og mannaforráða, dreymdi um að setjast þar á skólabekk. Að hafa lokið prófi frá Möðruvallaskóla, var í þá daga stór áfangi á lífsbrautinni, og lykill að mörgum leiðum. Ég hef átt tal og sam- skipti við marga menn á leið minni gegnum lífið, en nú í kvöld sit ég þó í fyrsta skipti andspænis manni, sem stundað hefur nám við þessa fornfrægu menntastofnun. Jónatan Jósafatsson bóndi að Holtastöðum í Langadal, hvar ég nú er staddur, fór til náms í Möðruvallaskóla 16 ára gamall, og var þar þá yngstur nemenda. Síðari hluta f9. aldar var illt árferði og alþýða manna átti ekki mörg úrræði. Skólar slíkir, sem Möðru- vallaskóli urðu þá vermireitur íslenzkrar þjóðmenningar, og þar óx upp ilmviður frá íslenzkri rót, og dró til sín ramman safa þeirr- ar gróðurmoldar, sem geymdi lífsfræ þjóðarinnar og aldrei kól, þrátt fyrir erfitt aldarfar. Og kynslóðin í dag les nú aldin þessa ilmviðar við sólris hins nýja tíma. Og nú heyrum við hinn íturvaxna 84 ára öldung rekja þráð minninganna. Sá sem hefur eyru hann heyri. Þann 26. júní 1879 fæddist ég að Gröf í Víðidal og þaðan er ætt mín runnin. Afi minn bjó að Miðhópi, en hingað að Holtastöð- um fluttu foreldrar mínir, þegar ég var á fjórða ári. Óljósar minn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.