Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 88

Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 88
HÚNAVAKA 86 og rebbi dettur. „Nú getur þú sótt hann,“ segir Einar. En um leið og hann sleppir orðinu rís rebbi upp og reynir að forða sér, en hægt komst hann. Nú fannst mér minn tími vera kominn, lyfti minni byssu og skaut, en það hafði bara þau áhrif að rebbi herti á sér. En það var skot í hinu hlaupinu hjá Einari, svo að augnabliki liðnu komst rebbi ekki lengra. „Þá er nú bara einn yrðlingurinn eftir,“ sagði Einar, þegar ég kom með rebba og lagði hann hjá hinum valnum. Nú var farið að athuga allar aðstæður við steininn, hann var sjálfsagt um mannhæð og rúmur faðmur á hvern veg. Það virtist vera mikið liolt undir hann, en munnur eða gangar að austan og vestan. Þegar Einar var búinn að skoða þetta eins og honum líkaði, ákvað hann að ég skyldi taka aðra benzínflöskuna, hella úr henni eins langt undir steininn að vestanverðu og ég gæti og kveikja síðan í. Sjálfur fór hann upp á steininn og hafði auga með munnanum að austan. Nú gengur allt eftir áætlun, ég helli benzíninu og reyni að skvetta því eins langt og ég get undir steininn og kveiki svo í. En alveg í sömu andránni og benzínið blossar upp, heyri ég skothvell og yrðlingur- tnn liggur dauður fyrir austan steininn. En nú kom spurningin. Var þetta síðasti yrðlingurinn eða var einn eftir? Ég liélt þeir hefðu verið fjórir og að einn hlyti að vera undir steininum ennþá. Einar hélt hinu fram og hafði allar líkur með sér. Ekki þráttum við lengi um þetta, heldur segir Einar: „Gefðu honum þá einn úr minni flösku, svo að við þurfum ekki að bera hana heim.“ Þetta var ákveð- ið. Einar fór upp á steininn, en ég tek flöskuna og ætla nú að skvetta ennþá lengra undir steininn heldur en í fyrra skiptið. En nú er það ekki ég, sem kveiki í, og nú er þetta ekki rólegur logi, heldur hrein og klár sprenging, og það sem logaði var flaskan í höndum mér. Ég sveiflaði flöskunni og ætlaði að henda henni vestur í skálina, en við það skvettist úr henni það, sem eftir var og myndar tignarlegan eldboga vestur í urðina. Þegar ég er að því kominn að sleppa flösk- unni, þá flýgur mér í hug að byssan mín liggur þarna einhvers stað- ar og ekki má ég kveikja í henni, svo að ég held ennþá á flöskunni og er nú að reyna að sansa minn hugsanagang. Þá kallar Einar til mín og segir mér að henda flöskunni. Þá loksins hef ég það af og verður um leið litið á Einar þar sem hann stendur skellihlæjandi uppi á steininum. Og þegar loksins að hann gat eitthvað sagt, sagði hann að þetta væri sú stórkostlegasta flugeldasýning, sem hann hefði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.