Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 64

Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 64
HÚ NAVAKA 62 hverfis þessa risavöxnu skepnu og biðu þess eftirvæntingarfullir, að hreppstjórinn kæmi og setti verkið. Loks kom hann, og mennirnir tóku til starfa, glaðir og reifir, með endurnýjuðu lífsþreki. Stórir linífar ruddust inn fyrir brynju stór- hvelisins. Gamlar skinnkápurnar ötuðust út í hvalsmjörinu, og mennirnir hömuðust við vinnuna, svo gufustrókar stóðu fram af vitunum og svitinn perlaði á andlitum þeirra. Stórir bitar af þjós og þvesti voru flegnir utan af búknum og handlangaðir upp á sleð- ana, sem stóðu uppi á kambinum. Presturinn kom með guðræknissvip niður í fjöruna til skurðar- mannanna og tók þá tali, hvern af öðrum. Þá þerrðu þeir fitubrákina í buxurnar, snýttu sér í puttana, hræktn margar lengdir sínar til allra átta og stóðu gleiðir frammi fyrir kennimanninum og drógu varfærnislega í efa fullyrðingar hans um það, að Drottinn sjálfur hefði bænheyrt prestinn í nótt, sem leið. „Þetta gat allt verið með eðlilegum hætti. Oft hafði slíkt borið til fyrr, að hér ræki hval á ströndina," sögðu þeir og gerðust sumir jafnvel svo djarfir að hlæja þessum þunga viðvaningshlátri beint upp í opið geð prestinum. Og guðsmaðurinn gekk heimleiðis forviða á, hve augnabliks vel- gengni gæti stigið þessum mönnum til höfuðs, og lagðist strax við heimkomuna á bæn, þar sem hann þakkaði Drottni með mörgum fjálglegum orðum að hafa gefið sér hreint hjarta, en ekki jafn gjörsneytt kærleik og trú eins og þessara kotungsbænda, sem fláðu utan sjálfdauða skepnu með sama áhuga og hún væri gullkista. En í fjörunni var unnið fram í Ijósaskipti. Að kvöldi næsta dags lágu aðeins beinin með örfáum kjöttægjum eftir í fjörunni. Og það kvöld kom hægur sunnan þeyr. Og veður og vindar, sandfok og sjávargangur börðu utan sein- ustu minni hvalsins, unz þau gerðust hvít og skinin. Þau hafa orpizt sandi og týnzt flest, en þó má enn þann dag í dag sjá þau á kamb- inum ofan fjörunnar. Þangað hefur einhver borið þau og hlaðið þar úr hnútum og hryggjarliðum vörðu til þakklætis máttarvöldunum. Og þaðan gnæfa þau yfir ströndina. Þau eru að vísu ekki mörg eftir, en bera samt þessari gömlu sögu vitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.