Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 33
H ÚNAVAKA
31
af þeim voru 12 þúsund í Húnavatnssýslu. Síðan hefur þeim fækk-
að verulega, sem betur fer, en þau eru langt of mörg enn þá.
Samgöngur og samgöngubætur:
Húnavatnssýsla stendur að því leyti vel að vígi um samgöngur á
landi, að yfir hana liggur frá vestri til austurs þjóðleiðin milli stærstu
kaupstaða landsins Reykjavíkur og Akureyrar og er sú leið 130 km.
Hins vegar er sýslan svo sundurskorin af fjöllum, hálsum og fjörð-
um, að vegalengdir alls yfir eru mjög miklar og vega- og brúargerðir
því mjög dýrar í sýslunni allri.
Hér á eftir fer skýrsla um ástand samgöngumála í sýslunni og að
því er vegina snertir miðað við árslok 1958:
a. Vegir, lengd og ástand:
V.-Hún. Ekki bílf. km Rutt km Lagt km Alls
1. Þjóðvegir 3.0 57.6 194.2 254.8
2. Sýsluvegir 27.2 67.3 29.1 123.6
3. Hreppavegir 0.3 20.3 15.0 35.6
Samtals 30.5 145.2 238.3 414.0
A.-Hún. F.kki bílf. km Rutt km Lagt km Alls
1. Þjóðvegir 70.5 225.9 296.4
2. Sýsluvegir 11.0 61.9 58.8 131.7
3. Hreppavegir 33.0 0 4.9 37.9
Samtals 44.0 132.4 289.6 466.0
Alls í báðum sýslum 74.5 277.6 527.9 880.0
Auk þessa er einn fjallvegur talinn, Hveravallavegur, sem er
ruddur og er 70 km.
Þess ber einnig að geta, að sumir þeir vegir, sem taldir eru til
vegaflokka eru nú um óbyggð lönd, svo sem mikill hluti af Þverár-
fjalls- og Gönguskarðsvegi, vegir á Laxárdal o. fl.
Meginhlutinn af vegalagninum héraðsins hefur farið fram síð-
ustu 50 árin og langmest síðari helming þess tímabils.
L