Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 66
64
HÚNAVAKA
fram í sveitina. Ég varð því að leggja land undir fót, en bjóst við
að vera skamma stund að heiman. Þegar að Finnstungu kom greip
ég í tómt, Tryggvi var nýfarinn í burtu, á skattanefndarfund á
Æsustöðum. Mér þótti leitt að geta ekki lokið erindi mínu, svo að
ég held för minni áfram á eftir Tryggva.
Svartá var ekki á ísi fyrr en langt fyrir ofan ármótin. Ég fékk því
léðan hest yfir ána i' Ytra-Tungukoti ('Ártún). Veður hafði verið
hið blíðasta: Glaða sólskin, kyrrt og bjart norður um Langadals-
fjöll. Fyrir norðan ána hitti ég Klemenz Guðmundsson í Bólstaðar-
hlíð. Hann var ríðandi, og var hann eitthvað að huga að hrossum.
Tókum við tal saman, en eftir skamma stund urðum við þess var-
ir að þyngja tekur í lofti, og þegar við litum til norðurs var Langi-
dalurinn óðum að hverfa sýn. Sá í svartan hríðarmökkinn. Klemenz
var ekki lengi að kveðja. Steig hann á bak þeim gráa sínum og
liraðaði för heim í húsaskjólið, en ég held ferð ininni áfram eftir
veginum til Æsustaða.
Ég var ekki kominn nema út í miðja Æsustaðaskriðuna, þegar
skall á iðulaus blindbylur af norðaustri. Var komin stórhríð á auga-
bragði. Sá naumast út úr augunum, enda var bæði fannkoman og
veðurhæðin með ólíkindum. Ég mátti hafa mig allan við að halda
veginum.
Um sama leyti og ég kom í hlaðið á Æsustöðum, bar að bóndann
þar, Gunnar Árnáson (síðar í Þverárdal). Með honum var Ingi-
björg Þorkelsdóttir á Barkarstöðum. Var Gunnar að bjarga fé sínu
í hús, en það hafði verið rétt norðan við túnið, og því undan að
sækja. Hafði hann fé sitt allt í hús, þó að harðsótt væri. Ingibjörg
hafði verið á leiðinni neðan Langadal og var komin fram fyrir
Auðólfsstaði, þegar hríðin skall á. Hún hafði heyrt hundgá hjá
Gunnari, og gat hún þá hóað hann til sín. Var Ingibjörg þá orðin
villt, og hefði hún sjálfsagt orðið úti, ef fundum þeirra Gunnars
hefði ekki borið saman.
Sama veðrið hélzt fram um miðnætti. Sat ég auðvitað um kyrrt
á Æsustöðum, ásamt skattanefndarmönnunum. Fór að sjálfsögðu
vel um okkur inni í hlýjunni við dtikað borð veitulla gestgjafa. En
sarnt. . . . Okkur leið ekki að öllu leyti vel. Veðrið lagðist á hugi
okkar með lamandi Jrunga. Við fundum glöggt til smæðar okkar
gagnvart hrikaöflum náttúrunnar. Við vissum, að nú hlytu að vera
að gerast alvarlegir atburðir. Hríðin kom á allra óheppilegasta