Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 26

Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 26
24 HÚNAVAKA Meðfram heiðum að sunnan skiptist sýslan í 11 dali. Þar er Svartárdalur austast, en Síkárdalur inn af Hrútafirði vestast. í öll- um þessum dölum er hyggð, nema Sauðadal, sem er afréttarland milli Svínadals og Vatnsdals. Alls staðar eru dalir og hlíðar grasi vaxið, en víðlendi og útsýni rnjög misjafnt. Mun það flestra manna mál, að Vatnsdalurinn sé lang fegurstur allra þessara dala, enda almennt talinn fegursti dalur á íslandi. Á austursvæði sýslunnar norðanverðrar eru fjórir dalir, sem eru: Langidalur, Laxárdalur, Norðurárdalur og Hallárdalur. Inn af Húnafirði, en norðan fjalla, eru tvær breiðar byggðir frjó- samar og fagrar yfir að líta: Ásarnir og Þingið. Um allar byggðir Húnavatnssýslu liggja vatnasvæði stærri og minni. Ár og lækir kvíslast um alia dali og renna til stöðuvatna og sjávar. Sj() stöðuvötn erti í héraðinu norðan dala og eru þau þessi: Svína- vatn, Laxárvatn, Húnavatn, Miðhóp, Flóð, Vesturhópsvatn og Mið- fjarðarvatn. Auk þess eru smærri tjarnir hér og hvar og eitt nokkuð stórt vatn á Skaga, Langavatn. Flest vötnin hafa afrás sín á milli eða til sjávar og í tveimur gætir flóðs og fjöru: Húnavatni og Miðhópi. Stærsta áin og eina jökulvatnið er Blanda. Stærsta vatnið er Mið- hóp og þar næst Svínavatn. í flestum vötnum og ám héraðsins er nokkur veiði og sums staðar mjög góð. 1 Húnaflóa var fyrr á tím- um mikil gengd af síld og fiski, en heldur hefur hún rénað á síðari árum, hvað sem veldur, á það einkum við um síldina. Á alla grein er því héraðið arðsamt og gjöfult frá náttúrunnar hendi. Er þó sá kosturinn ekki minnstur, sem enn er ótalinn, en það eru liin víðlendu og gagnauðugu heiðalöncl, sem taka flestu fram, sem á því sviði er þekkt í landi voru. Þess er og vert að geta, sem ekki hefur neina smávegis þýðingu, að Húnavatnssýsla er að vissu leyti eitt af veðursælustu byggðar- lögum landsins og gildir í því efni sarna um hennar systurhérað, Skagafjörð. Þetta er ekki alltaf vegna þess, að þessi héruð búi að jafnaði við það bezta sem jrekkist, heldur af hinu, að þau eru oftast að miklu leyti laus við það allra versta, sem eru snjóalög og harðindi Norðausturlands og Vestfjarða, en að hinu leytinu of- stopalegustu og langdregnustu úrfelli Suðurlands. Hefur þetta ol't orðið þessum ágætu héruðum heilladrjúgt. Hinu er ekki að leyna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.