Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Page 59

Húnavaka - 01.05.1963, Page 59
HÚNAVAKA ungar stúlkur, sem liggja á flötinni, skammt i'rá húsinu. Kinn úr okkar hópi gefur sig á tal við þær. Þetta eru stúlkur, sem vinna í gróðrarstöðinni, sem er þarna skannnt frá. Þær hafa að loknu dagsverki gengið hingað til að njóta veðurblíðunnar og hins fagra útsýnis. Jæja, ekki dugir að gleyma sér alveg við að skoða um- hverfið, eftir er að búa um sig fyrir nóttina. Það þarf að reisa tjöld- in og fleira, farangurinn er því losaður af bílnum. Það eru margar hendur að verki, og brátt eru risin upp 5 tjöld, 2 stór og 3 lítil. Þau eru reist við brekkuna þeim megin við lækinn, sem húsið er ekki. Þá eru matarskrínurnar sóttar og farið að borða. Ekki geng- ur það hljóðalaust af frekar en fyrr. Hnippingar, hlátur og olnboga- skot, jafnvel kemur það fyrir að maður getur ímyndað sér að sum- ir félagarnir gangi á fjórum fótum, því ósjaldan heyrist jarmað, líkt og þegar ær hefur týnt lambi sínu á vordegi. Máltíðin er á enda, og matarleifunum hefur verið komið fyrir á sínum stað. Fólkið dreifist aftur um flötina, sumir fara að sparka fótbolta, aðrir stinga sér kollhnís, og enn aðrir hverfa inn í skóg- inn í leit að ævintýrum. Þannig líður tíminn. Mér fer að detta í hug, að líklega væri skynsamlegast að fara að leggjast til hvíldar, en ég nefni það ekki við neinn, því að veðrið er lokkandi og mig langar til að vaka ögn lengur, og svo er víst með fleiri. Einhver stingur upp á því, að gaman væri nú að fá sér snún- ing. Harmonikkan er sótt, og brátt hljóma tónar hennar í kvöld- kyrrðinni. Þeir léttlyndustu fara að stíga dans á grasflötinni, en smá hnjóta, því ekki er þarna verulega slétt dansgólf, en það vekur bara meiri kæti, þegar einhver hnýtur um ójöfnu eða mishæð, svo tökum við undir með „nikkunni“ og syngjum öll fullum hálsi: ,,í Hallormsstaðaskógi er angan engu lík, þar dögg á grasi glóir, sem gull í Atlavík og fljótsins svanir sveipast, í sólarlagsins eld,“ o. s. frv. En þá er eins og móðir náttúru þyki nóg komið, það fer að hvessa og kólna, við förum hvert á fætur öðru að tínast inn í tjöldin og skríða í svefnpokana, og brátt er komin kyrrð á. Allir eru lagstir til hvíldar. Ég heyri aðeins í storminum. Það er allhvasst svo tjald- hliðarnar ganga í bylgjum. Ég ligg vakandi þó framorðið sé. Sterk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.