Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 80

Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 80
78 HÚNAVAKA ar nu ekki lengur kröfum tímans. En framtíðin virðist gefa fyrir- heit um að þarna rísi upp slík héraðsmiðstöð, sem ungmennafélag- arnir gerðu ráð fyrir, þó að þar muni aðrir aðilar leggja fram stærsta skerfinn. Næsta verkefni USAH á sviði verklegra framkvæmda var þátt- taka í byggingu Héraðshælisins. Það var mikið nauðsynjamál, sem bæði félög og einstaklingar báru gæfu til að sameinast um. Það er einn af draumunum, sem rætzt hefur og ber í senn stórhug og sam- hug Húnvetninga fagurt vitni. Þá gerðist USAH aðili að Héraðskvikmyndinni Austur-Húna- þing, ásamt sýslusjóði og fleiri félögum. Kvikmyndin er fullgerð fyrir nokkrum árum og flestum héraðsbúum kunn. Á síðustu árum hefur svo Sambandið tekið á sig miklar skuld- bindingar varðandi félagsheimilabyggingar héraðsins. Er ])að eign- araðili að því félagsheimili, sem við erum nú stödd í, auk þess sem að það styrkir aðrar félagsheimilabyggingar. Ljóst er að þarna hefur verið teflt á tæpasta vað, en ýmsar ástæður lágu til þess að þessi stefna var mörkuð. Lélegur húsakostur til samkomuhalds gerði Sambandinu mjög erfitt fyrir um að halda uppi sínum um- fangsmiklu skemmtunum. Einnig er það óumdeilanlegt að fátt er félagslífi dreifbýlisins meiri lyftistöng en félagsheimilabyggingarnar. Hér hefur verið horft um öxl, til þeirra helztu viðfangsefna, sem þessi samtök hafa haft með höndum. Margt hefur þó að sjálfsögðu fallið niður, sem vert væri að minnast. Saga USAH síðustu hálfa öld er hliðstæð og hjá öðrum félagssamtökum. Það er saga vona og vonbrigða, sigra og ósigra. En á þessum tímamótum fögnum við yfir því, sem áunnizt hefur um leið og hin óleystu verkefni eru okkur hvöt til áframhaidandi starfs í framtíðinni. Það höfuðmarkmið ungmennahreyfingarinnar að hafa þroska- vænleg áhrif á æskulýðinn er í senn háleitt og sígilt. kikkert er okk- ur íslendingum öruggari landvörn jafnt gegn erlendri ásælni sem innlendri upplausn en gifturík og gjörfileg æska, sem sameinar heil- brigða sál í hraustum líkama. Og þá er fátt nauðsynlegra en frjáls samtök æskunnar hafin yfir dægurþras og flokkadrætti. Því þó að rnargt beri á milli í hita dagsins, skal því í lengstu lög trúað að það er sameinar smáþjóð eins og íslendinga megi sín meira en það er sundrar. íslenzk skáldkona kveður svo að orði. ,,Og eitt er víst, að lend-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.