Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 56

Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 56
54 HÚNAVAKA „Kristinn. Elsku vinur, aflýstu ekki söngnum. Trúðu ekki því, sem hefur verið logið um mig. Eg er ekkert veik. Trúðu mér, vin- ur. Syngdu, syngdu. Frægðin bíður, elsku vinur.“ Þessi orð fengu svo mikið á Kristin, að hann gerbreyttist á fáum sekúndum. Augu lians tindruðu af æskufjciri. Hann sneri sér nú brosandi að áheyrendum og sagði glaðlega: „Góðir áheyrendur. Ég ætla aðeins að skýra ykkur frá því, hvers vegna ég lief svo mörg íslenzk smálög á söngskránni í kvöld. Undan- farin ár hef ég nær eingöngu orðið að syngja erlend lög á erlend- um tungum. En þrá mín hefur verið sú, að mega syngja eittlivað úr söngvasafni þjóðarinnar minnar. Og smálögin lýsa bezt allra laga hugsunum litlu þjóðarinnar. Ég vonast til þess, að þér, áheyrendur góðir, misvirðið þetta ekki við mig. Ég hef leyft inér, samkvæmt einlægri ósk vinar míns, sem hér er staddur, að bæta einu lagi á söngskrána. Það er ,,Largó“ eftir Hándel. En söngvarnir okkar víkja að sjálfsögðu ekki. Heill sé okkar hugðnæmu söngvum.“ Dynjandi lófatak brauzt eins og brimgnýr um salinn, þegar Krist- inn hafði lokið ávarpinu. Þessi síðustu orð töluðu til tilfinninga hinna söngelsku áheyrenda. Kristinn gekk að litlu dyrunum. „Komið þér nú, Valdal,“ sagði hann við undirleikarann. Inni sá hann Helgu standa. Augu hennar ljómuðu af aðdáun og ást. Gleðin hóf sigurför inn í hjarta hans. Fyrstu tónarnir frá hljóðfærinu liðu út í salinn. Bráðlega fylltu hreinir, tærir tenórtónar hljómhvolf hins mikla salar. Lag eftir lag leið áfram. — Hlé. — Söngur. — — Söngskránni var lokið. — Dynjandi fagnaðarlæti skullu eins og niðþungar holskeflur á lofti og veggjum salarins. Tvisvar varð hinn ungi, glæsilegi söngvari að fara fram á sviðið, umfram það sem hann hafði nokkru sinni áður þurft að gera. Hann hafði sigrað. Inni í litla klefanum inn af sviðinu stóðu þau Helga og Kristinn og voru að fara í yfirhafnirnar. „En hvernig gat staðið á þessum misskilningi, Helga?“ „Ég veit það ekki. Ég sat frammi í salnum og beið þess með óþreyju að þú kæmir frarn á sviðið. Þegar þú svo komst, sá ég þeg- ar í stað, að eitthvað óttalegt hafði komið fyrir. Ég flýtti mér inn í þennan klefa og fann Valdal þar í öngum sínum. Hann sagði mér boð þau, sem þú hafðir fengið. Mér varð það undir eins ljóst, að 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.