Húnavaka - 01.05.1963, Qupperneq 56
54
HÚNAVAKA
„Kristinn. Elsku vinur, aflýstu ekki söngnum. Trúðu ekki því,
sem hefur verið logið um mig. Eg er ekkert veik. Trúðu mér, vin-
ur. Syngdu, syngdu. Frægðin bíður, elsku vinur.“
Þessi orð fengu svo mikið á Kristin, að hann gerbreyttist á fáum
sekúndum. Augu lians tindruðu af æskufjciri. Hann sneri sér nú
brosandi að áheyrendum og sagði glaðlega:
„Góðir áheyrendur. Ég ætla aðeins að skýra ykkur frá því, hvers
vegna ég lief svo mörg íslenzk smálög á söngskránni í kvöld. Undan-
farin ár hef ég nær eingöngu orðið að syngja erlend lög á erlend-
um tungum. En þrá mín hefur verið sú, að mega syngja eittlivað
úr söngvasafni þjóðarinnar minnar. Og smálögin lýsa bezt allra laga
hugsunum litlu þjóðarinnar. Ég vonast til þess, að þér, áheyrendur
góðir, misvirðið þetta ekki við mig. Ég hef leyft inér, samkvæmt
einlægri ósk vinar míns, sem hér er staddur, að bæta einu lagi á
söngskrána. Það er ,,Largó“ eftir Hándel. En söngvarnir okkar víkja
að sjálfsögðu ekki. Heill sé okkar hugðnæmu söngvum.“
Dynjandi lófatak brauzt eins og brimgnýr um salinn, þegar Krist-
inn hafði lokið ávarpinu. Þessi síðustu orð töluðu til tilfinninga
hinna söngelsku áheyrenda. Kristinn gekk að litlu dyrunum.
„Komið þér nú, Valdal,“ sagði hann við undirleikarann. Inni
sá hann Helgu standa. Augu hennar ljómuðu af aðdáun og ást.
Gleðin hóf sigurför inn í hjarta hans.
Fyrstu tónarnir frá hljóðfærinu liðu út í salinn. Bráðlega fylltu
hreinir, tærir tenórtónar hljómhvolf hins mikla salar. Lag eftir lag
leið áfram. — Hlé. — Söngur. —
— Söngskránni var lokið. —
Dynjandi fagnaðarlæti skullu eins og niðþungar holskeflur á
lofti og veggjum salarins. Tvisvar varð hinn ungi, glæsilegi söngvari
að fara fram á sviðið, umfram það sem hann hafði nokkru sinni
áður þurft að gera. Hann hafði sigrað.
Inni í litla klefanum inn af sviðinu stóðu þau Helga og Kristinn
og voru að fara í yfirhafnirnar.
„En hvernig gat staðið á þessum misskilningi, Helga?“
„Ég veit það ekki. Ég sat frammi í salnum og beið þess með
óþreyju að þú kæmir frarn á sviðið. Þegar þú svo komst, sá ég þeg-
ar í stað, að eitthvað óttalegt hafði komið fyrir. Ég flýtti mér inn í
þennan klefa og fann Valdal þar í öngum sínum. Hann sagði mér
boð þau, sem þú hafðir fengið. Mér varð það undir eins ljóst, að
1