Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Síða 83

Húnavaka - 01.05.1963, Síða 83
HÚNAVAKA <S1 er að koma heim með feng sinn. Fyrst er ánægjuhljóð í yrðlingun- um, síðan fer það út um þúfur, því líklega hefur kvöldmaturinn verið í minna lagi. Það var greinilega rifizt, og jafnvel flogizt á yfir borðum. En það er ekki tími til mikilla hugleiðinga. Loftið er þeg- ar farið að þenja út dekkið og þá er að koma því undir og halda af stað heim. Daginn eftir á ég leið til lllönduóss. Þegar ég beygi inn í staðinn at' Skagastrandarveginum, er þar mannmargt, því að þarna er verið að byggja sláturhús. Meðal þeirra, sem þarna eru, svo að segja í vegi fyrir mér, er Einar Guðlaugsson. Vel minnugur þess, sem ég heyrði kvöldið áður, kallaði ég í Einar. Þar sem hann var grenjaskytta á þessu svæði, var hann alltaf til í að heyra fregnir af slíku tagi sem þessar. Ég segi honum þessa sögu. Þarna sé fjölskylda, sem bíði eftir honum. Við röbbum um þetta dálitla stund, tökum í nefið hvor hjá öðrum, svo fer hann til vinnu sinnar, en ég til minna erinda og taldi víst að þessi ómur af fjölskyldumáltíð, yrði það eina, sem ég hefði af Jressum fjallabúum að segja. Sextándi sunnudagur sumarsins rann upp. Það var þurrkur eins og undanfarna viku, en ég átti lítið hey til að þurrka, en Jjó nokkra flekki, sem ég fór að rifja eftir hádegið. Þegar ég var rúmlega hálfn- aður við það, kemur Einar Guðlaugsson. Þegar við höfðum heilsazt og tekið í nefið, segist hann vera með kveðju til mín frá Hafsteini á Gunnsteinsstöðum. Biður Hafsteinn mig að fara með Einari fram á Laxárdal og vísa honum á tófuna, sem ég hafði heyrt í um dag- inn. Segist Einar eiga að sjá til að hún borði ekki meira af dilka- kjöti eða öðru góðgæti. Hafði Einar hitt Hafstein og sagt honum sögu mína, en Hafsteinn var oddviti og þessi tófuhljóð voru í hans hreppi. Stöðu sinnar vegna bar hann því ábyrgð á að hæfilega mik- ið eða réttara sagt lítið, sé af þessum fénaði í afrétt sveitarinnar, og þessi ráðstöfun Jdví orðið að samkomulagi milli hans og Einars. Ég benti Einari á, að þó að ég væri viss um að hafa heyrt rétt þetta umrædda kvöld, þá hefðu tófurnar ekki talað um það hvar þær ætluðu að borða kvöldverð á sunnudag, en við vorum áður búnir að bera saman bækur okkar um það, að þarna væri ekki um að ræða neitt greni, sem áður væri kunnugt, þess vegna líklegt að fjöl- skylda þessi væri á faralds fæti. Einar benti hins vegar á, að fáar tófur ynnust án fyrirhafnar, og ef eitthvað ætti að vinnast, þá yrði að grípa hvert tækifæri, sem gæfi einhverja von um árangur. Var fi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.