Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 85

Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 85
HÚNAVAKA 83 fyrir svo kallað Hrafnagil, og svo norður fjallið upp undir brún. Fremur vorum við orðnir lassalegir, því þó að komið væri fram und- ir kvöld, þá var logn og sólskin og hlýtt í veðri. Það var því tilhlökk- unarefni, þegar við sjáum að brún er framundan og Haugsskarðið blasir við eða, réttara sagt, skál, sem gengur suður úr sjálfu skarð- inu efst. Einar er á undan og segir, um leið og hann gengur fram á brúnina. „Þá er loksins þessi þraut á enda.“ í sömu andránni sé ég að hann er farinn að haga sér eitthvað kjánalega, patar og fálmar aftur fyrir sig, og áður en ég fæ skilið hvað þetta á að þýða, tekur hann á rás og gengur nú aftur á bak beint til mín, og það mikið hraðar, en hann hafði oft farið áfram. Þegar við svo hittumst, þá hvíslar hann: „Þeir eru hér fyrir neðan.“ Ég átta mig ekki strax og hef víst ekki litið mjög gáfulega út, hafði þó vit á að hrópa ekki upp af undrun. Þá hvíslar Einar aftur: „Hvolparnir eru hérna fyrir neðan brúnina." Nú loks skildi ég hvað um var að vera. Tófufjöl- skyldan var fundin. Öll hitamolla og lassaháttur eru rokin út í veður og vind. Við skríðum fram á brúnina og veljum okkur stór- an stein til að dyljast bak við. Jú, það leynir sér ekki; svo sem 100 metrum fyrir neðan okkur eru yrðlingarnir að leika sér á grasbala rétt hjá stórum steini. Þegar Einar er viss um að ég sé búinn að átta mig á því hvað um er að vera, segir hann mér að halda kyrru fyrir, hann ætli að reyna að komast í færi við þá með því að fara í sveig. Ég bíð og fylgist með Einari, þar sem hann skríður og mjak- ar sér nær og nær yrðlingunum. Allt í einu hættir leikur þeirra. Þeir horfa í áttina til Einars, eru búnir að uppgötva að þarna er hætta á ferðum og er nú ekki lengur leikur í hug. En áður en þeir eru búnir að átta sig, ríður skotið af og einn fellur og svo annað og annað. Ég sé að nú er mér óhætt að hreyfa mig, því Einar var þegar tekinn á rás að steininum. Þegar ég kem til hans, spyr hann mig hvort ég hafi tekið eftir því svo öruggt sé, hvað yrðlingarnir voru margir. Mér hafði þá alveg láðst að setja það á mig, svo að ég væri viss, en hélt þó að þeir væru fjórir. Einar sagðist aldrei hafa séð nema þrjá. Hitt var alveg víst að einn var undir steininum og vældi, en í öðrurn heyrðist ekki. Enda þótt okkur þætti þessi árang- ur góður, þá voru bæði dýrin eftir og einn yrðlingur að minnsta kosti. Og þar sem við vorum þarna staddir, heldur léttklæddir og alveg matarlausir, því að allt skildum við eftir á dráttarvélinni, nema byssurnar, þá var það sýnt, að farangur okkar varð að sækja, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.