Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 24
22
HÚNAVAKA
urðum að vera þar úti næturlangt, því að maðurinn, senr flytja átti
tjaldið kom aldrei. Ég sagði þeim að drekka kaffi og setja út í það
steinolíu — það yljar. Ég svaf vel alla nóttina, hinir gengu um og
börðu sér. Það var í þessari hríð, sem gangnamennirnir villtust í
Þjófadölum. Þar með voru tveir gangnaforingjar. Sá eini sem kom
óvilltur til byggða var Sigurjón á Rútsstöðum. Hann var þá ungl-
ingur á Grund. Hann fór aðra leið, setti beint norður.“
— Hefur þú ekkert ferðazt um ævina, Eysteinn?
,,Latið mun það nú kallast. Ég hef komið til Reykjavíkur og far-
tð með Birni Bergmann í Hekluför árið sem hún síðast gaus —
hálfgert ævintýraferðalag — og mjög skemmtilegt. Þetta var óþurrka-
sumar og fannst mér lágkúrulegt á að líta heyskapinn sums staðar
sunnanlands, undir upplituðum strigahærum. F.ldur var inikill í
Heklu og rann glóandi hraunstraumur niður fjallið. — Þarna urðu
á vegi okkar tvær stúlkur og kom Björn mjög riddaralega fram við
þær, sem og sjálfsagt var. Ég reyndi að vera ekki eftirbátur hans að
svo miklu leyti sem ég gat því við komið, var fús að fara á göngu
ef þess þótti með þurfa og þá ekki síður þrengja ofurlítið að mér
í bílnum væri þess óskað. Öll þessi riddaramennska varð þess vald-
andi að við fengum heimboð þegar til Reykjavíkur kom. Ég gat
ekki farið — Björn fór — auðvitað.“
— Hvað svo að endingu, Eysteinn?
„Ég hef alltaf haft nóg að gera og alltaf verið ánægður. Mér er
vel við Strandamenn og hugsa gott til þeirrar byggðar. Ég fékk
þaðan margan góðan raft. — Já, og svo hana Guðríði. Ég hef ekki
verið svikinn á neinu því, sem frá Ströndum hefur komið.
Þ. M.