Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Síða 22

Húnavaka - 01.05.1963, Síða 22
20 HÚNAVAKA þó til þurfa að ganga þar um garða svo vel fari, og enginn veifiskati er sá, sem þar gerir flesta hluti vel. Á yngri árum var Eysteinn sundmaður góður, enda þótt hann hefði aldrei þá íþrótt numið af neinum kennara — nema þá helzt fjárhundinum. Varð þessi íþrótt honum svo hugstæð að hann not- aði hverja tómstund til að iðka hana. Á sumrin fékk hann sér jafn- an bað í ánni að loknu dagsverki, og þá er vetraði brá hann sér til sunds í tjörnum ef ísa leysti. — Minnist hann þess að hafa á þrettánda dag jóla leikið þessa list sína. Árið 1913 fór fram kappsund ofan við ósa Blöndu — sund þetta vann Eysteinn, og finnst honum sem þar hljóti að hafa kennt ein- hvers misskilnings þar sem hann, einn keppenda, hafði við ekkert aðfengið nám að styðjast. Stundum komst Eysteinn í hann krappan í viðskiptum sínum við ána, sást hann lítt fyrir ef hann langaði í fangbrögð við iðuna. Og nú hefur Eysteinn orðið: „Það er auðvitað vitlaust að vera að svona braski, en þetta er gaman.“ „Urn búskapinn er fátt að segja. — Beinakelda var 12 hundraða kot þegar ég byrjaði hér, en hefur smástækkað vegna landkaupa. Til dæmis keypti ég Hæl og lagði undir kotið — lét þó Kristján, sem þar býr nú, hafa nokkurn skika, sem honum hefur lánazt að gera nánast að stórbýli. Nú mundi Beinakelda framfleyta allt að 30 kúm og 400—500 fjár — en sú framtíð er í höndum barna minna. Ég get sagt ykkur frá dálítið frumlegri aðferð, sem ég notaði við framræslu fram eftir árum, já og er ef til vill notuð hérna ennþá, sé annað ekki tiltækt. Ég hafði stundum viðskipti við Strandamenn eftir að hún Guð- ríður kom hingað. — Hjá þeim fékk ég marga góða rafta, sem reyndust mér vel. Einn slíkan raft tók ég og notaði fyrir skurðgröfu. Fyrst gerði ég rás með skóflu, setti svo keng í staurinn og nokkuð þétta gadda, að því búnu stöng upp úr honum miðjum. Tveim hest- um var svo beitt fyrir og gengu þeir sinn á hverjum skurðbakka. Ég hafði sjálfur stjórn á staurnum, sem nú reif sig niður. — Þetta gekk ekki verr en með sumum vélunum. Einu sinni varð ég fyrir því skrattans óláni að meiða mig lítils- háttar á heynál. — Þetta var gaddur úr 10 mm. járni. Ég var að leysa hey í poka og stóð upp á stabbanum. Þegar ég hafði leyst hey-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.