Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Side 48

Húnavaka - 01.05.1963, Side 48
46 HÚNAVAKA fyrst og fremst, á sparsemi og harðýðgi við sjálfan sig, sína og sitt. Nokkuð sannir fulltrúar þessa liðna tíma eru menn eins og hin sögulega persóna Kiljans: Bjartur í Sumarhúsum eða þá hinn nafn- kunni húnvetnski bóndi Björn Eysteinsson, sem ekki er langt und- an samtíð okkar, sem nú lifum. Við ættum svo að þekkja viðhorf bóndans í dag. Er það ekki æði ólíkt? Að vísu er hófsemi og sparsemi dyggðir, sem honum ber að hafa í heiðri. En þá er líka nærri upptalið. Svo gersamlega hefur gamla tímanum verið kastað og annað komið í staðinn. Ekki svo að skilja að þetta nýja viðhorf sé aðeins hjá bændastéttinni. Síður en svo. Bændurnir hafa aðeins sýnt lofsverða viðleitni til þess, á mjög fáum árum, að brúa bilið milli hinnar aldagömlu kyrrstöðu fortíðarinnar til ræktunar og tæknibúskapar nútímans. Hefur þeim orðið ótrúlega mikið ágengt á stuttum tíma. Sá, sem dregur framangreinda staðhæfingu í efa, þarf ekki annað en bregða upp í huga sér mynd af einni sveit þar sem hann er kunnugur. Þó eru framfarirnar ennþá meiri en við augum blasir, þegar tekið er tillit til framleiðsluafkastanna á hverja vinnandi hönd við landbúnaðinn. Það breytir engu um heildarmyndina, þótt hægt sé að benda á einstaka sveitir, sem eru að leggjast í auðn, nema þá að það hlýtur að gera sigur hinna stærri, sem halda merkinu uppi. Það, að sveit- ir fari í eyði, þær sem þannig eru staðsettar, getur ekki talizt óeðli- legt. Hitt væri jafnvel hættulegra að í þessum sveitum héldi áfram að búa fólk, sem ekki hefði nokkur ráð á að brúa áður umrætt bil milli fortíðar og nútíðar. Við getum ekki óskað neinum af sam- borgurum okkar að lifa þannig í skugga nútíðarlífsþæginda. Hitt er svo annað mál og um það er hægt að þreifa, svo að ég noti enn samlíkinguna, sem ég gerði í upphafi, að bændastéttin stendur nú, sem heild, hallara fæti gagnvart áframhaldandi tilveru sinni en hún hefur nokkurn tfma gert. Og hvernig má það nú ske samfara öllum framförunum? Svarið er mjög einfalt: Vegna þess að landbúnaðurinn krefst svo mikils stofnkapítals, sem ekki getur skilað arði samdægurs, er hann að verða undir í kapphlaupinu um fólkið. — Fólkið hlýtur alltaf að leita þangað, sem lífsþægindin eru auðfengnust, þegar á heildina er litið. Sú staðreynd breytir á engan hátt því, sem hinn nýi bún- aðarmálastjóri sagði, er hann svaraði spurningum blaðamanna í út-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.