Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 79

Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 79
HÚNAVAKA 77 vegis. Ýmis félög mætti nefna, sem lagt hafa þar hönd að verki svo sem Leikfélag Blönduóss, UMF Fram, Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps, Karlakórinn Vökumenn, auk margra annarra félaga. Að- sókn að Húnavökunni hefur frá upphafi verið góð, en þó farið stöðugt vaxandi. Hinir fjölmörgu gestir Húnavökunnar hafa kunn- að vel að meta viðleitni áhugamanna til listsköpunar, þó að margt sé þar af vanefnum gert við ófullkomnar aðstæður. En að baki dag- skrár Húnavökunnar hverju sinni liggur saga, er aldrei verður skráð. Það er sagan af þrá fólksins til að hefja hug sinn undan oki og amstri hversdagslífsins og eignast sínar „heiðra drauma vöku- nætur“. En þær vökunætur hafa verið og eru þessu fólki enn sann- ir geislagjafar í skammdegiséljum og gera því fært „ að þreyja þorr- ann og góuna". USAH hefur leitazt við að fylkja menningarfélögum héraðsins um Húnavökuna, hefur oft haft sjálfstæðar skemmtiskrár og ætíð haft framkvæmdastjórn vökunnar með höndum. Hefur það verið erfitt verk við slæmar aðstæður, en unnizt hefur það fyrir samhent starf fórnfúsra félagsmanna. Ýmis nöfn væri þar ástæða til að nefna, þó verður það ekki gert hér. Aðeins skal minnt á það að frá upp- hafi Húnavökunnar hafa þrír menn gegnt formannsstörfum í Sam- bandinu. Allir hafa þeir starfað að framkvæmd vökunnar frá byrj- un og verið í alla staði mjög samhentir. Hygg ég að á engan sé hallað þó að sagt sé að mótun Húnavökunnar sé fyrst og fremst ár- angur af þeirra starfi. Á síðustu tveimur Húnavökum hefur verið upp tekinn nýr þátt- ur, sem er útgáfa samnefnds rits, er flytur ýmislegt efni héðan úr héraði. Þessi nýbreytni nýtur mikilla vinsælda að verðleikum og eiga þeir þakkir skildar, er þar brutu ísinn. Stærsta verkefnið sem USAH beitti sér fyrir á sviði verklegra framkvæmda á sínum fyrri árum var bygging Reykjalaugarinnar. En frumherja ungmennahreyfingarinnar í þessu héraði dreymdi stærri drauma um Reyki á Reykjabraut. Þar skildi rísa upp menn- ingarleg miðstöð fyrir héraðið, með héraðsskóla og Iieimavistar- barnaskóla sem fyrstu áfanga. Á héraðsþingum USAH um áratuga skeið var þessi fyrirhugaða menningarmiðstöð efst á baugi. En oft verður bið á að sumar vonir rætist og þannig fór með þennan óska- draum húnvetnsku ungmennafélaganna. Sundlaugin er ennþá eina mannvirkið þeirrar tegundar, sem risið hefur að Reykjum og svar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.