Húnavaka - 01.05.1963, Page 7
ÞORSTEINN MATTHÍASSON, SKÓLASTJÓRI:
Höfðingjar sóttir heim
Heima hjá Jónatan á Holtastöðum,
sem lengst hefur búið allra núlifandi bænda í Húnaþingi
Um árabil var Möðruvallaskóli sú menntastoínun, sem hæst bar
í augum almennings á íslandi, næst latínuskólanum í Reykjavík.
Fróðleiksfúsa pilta, sem ekki hugsuðu til langskólanáms, en vildu
vaxa til menningar og mannaforráða, dreymdi um að setjast þar á
skólabekk.
Að hafa lokið prófi frá Möðruvallaskóla, var í þá daga stór áfangi
á lífsbrautinni, og lykill að mörgum leiðum. Ég hef átt tal og sam-
skipti við marga menn á leið minni gegnum lífið, en nú í kvöld
sit ég þó í fyrsta skipti andspænis manni, sem stundað hefur nám
við þessa fornfrægu menntastofnun.
Jónatan Jósafatsson bóndi að Holtastöðum í Langadal, hvar ég
nú er staddur, fór til náms í Möðruvallaskóla 16 ára gamall, og
var þar þá yngstur nemenda. Síðari hluta f9. aldar var illt árferði
og alþýða manna átti ekki mörg úrræði. Skólar slíkir, sem Möðru-
vallaskóli urðu þá vermireitur íslenzkrar þjóðmenningar, og þar
óx upp ilmviður frá íslenzkri rót, og dró til sín ramman safa þeirr-
ar gróðurmoldar, sem geymdi lífsfræ þjóðarinnar og aldrei kól,
þrátt fyrir erfitt aldarfar. Og kynslóðin í dag les nú aldin þessa
ilmviðar við sólris hins nýja tíma.
Og nú heyrum við hinn íturvaxna 84 ára öldung rekja þráð
minninganna. Sá sem hefur eyru hann heyri.
Þann 26. júní 1879 fæddist ég að Gröf í Víðidal og þaðan er ætt
mín runnin. Afi minn bjó að Miðhópi, en hingað að Holtastöð-
um fluttu foreldrar mínir, þegar ég var á fjórða ári. Óljósar minn-