Húnavaka - 01.05.1963, Side 13
HÚNAVAKA
11
væri hvergi þurr þráður. Einn slíkan dag tók það mann heilan
dag að komast frá Blönduósi til Kagaðarhóls, en það svarar til þess
að hann hafi mjakazt um 1 km á klst.
1918 var mesta neyðarár. Þá var svo kalið hér túnið að ég mun
hafa fengið um 150 hestburði af pinklabandi, miðað við 350—400
hestburði í meðalári. Engjar voru og afleitar. Ég hafði 250 á fóðr-
um árið áður en fækkaði því niður í 80 — og sé ég ekki eftir því. —
Þá lauk ég við að borga mínar skuldir vegna húsbyggingarinnar.
Verðlag: Á árunum eftir aldamótin var verðlag afurða ekki hátt.
Kjötkg. mun hafa kostað frá 24 aurum upp í 34. — Framgengin ær
14 kr. en fyrir dilkinn 6—7 kr.
Karlmannskaupið var 12—14 kr. eða 2 fjórðungar af smjöri.
Kaupakonan var með 7—8 kr. Menn að vori 1—1.50 kr. á dag.
Mjög hátt kaup þótti ef greiddar voru 2 kr. á dag yfir hásláttinn.
Árskaup vinnumanns kr. 150.00.
Mesta neyðarár í búskap hjá mér var árið 1932. Þá varð að gjalda
verkamanni 5 kr. í dagkaup — en dilksverðið var 7—8 kr. Og þegar
mér verður til þessa hugsað, þá sé ég ekki ástæðu til að vera að
berja sér nú. Nei, það er mikil fjarstæða. Ég held það séu ekki
vandræði að búa núna.
Þegar ég lít um farinn veg, þá finnst mér sem margs sé að minn-
ast, þó flest það megi sjálfsagt telja til hversdagslegra viðburða. Ég
man marga menn þjóðfræga — meðal annarra stórmenni eins og
Hannes Hafstein, Björn Jónsson, ráðherra, Einar Benediktsson,
skáld, o. fl. og á hinu leitinu Sölva Helgason og Guðmund dúllara.
Einhver heitasti pólitískur fundur, sem ég man, var haldinn á
Kornsá 1899. Hraðmælskustu menn, sem ég heyrði þar, voru Júlíus
í Klömbrum og Árni í Höfðahólum.
Ýmislegt man ég, sem ekki mun teljast til stórra atburða, en varð
oft kærkomið í fábreytni líðandi daga, og því á lofti haldið og
gleymdist síður. Hér skal fátt eitt til tínt.