Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Qupperneq 4
* Borgartúnið er dæmi um svæði þar sem hjólreiða-maðurinn er öruggari á götunni en á hjólastígnum.Ásbjörn ÓlafssonÞjóðmálVILHJÁLMUR KJARTANSSON vilhjalmur@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Tillitssemi mikilvægt veganesti Orðaskipti ökumanns oghjólreiðamanns rötuðu ífjölmiðla í liðinni viku eftir að sá fyrrnefndi þurfti að nauðhemla í kjölfar þess að tveir hjólreiðamenn hjóluðu í veg fyrir bíl hans. Virðist sem stór jeppa- bifreið hafi stöðvað fyrir hjól- reiðamönnunum og þannig byrgt smærri bíl á samhliða akrein sýn. Erfitt er að segja af upp- töku atviksins hver er í rétti og hver í órétti en ljóst er að ekki gera sér allir grein fyrir því hver réttarstaða hjólreiðamanna er á akbrautum. Þórhildur Elínardóttir, upplýs- ingafulltrúi Samgöngustofu, segir stöðu hjólreiðamanna á götum vera nokkurn veginn þá sömu og annarra ökutækja með nokkrum veigamiklum undantekningum. „Um hjólreiðamenn gilda nokkrar sérreglur samkvæmt umferðar- lögum en þær eru m.a. að hjól- reiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð en þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn hins vegar ekki hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji. Þá skal hjólreiðamaður hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til framúraksturs, ef ekki er unnt að fara fram úr hægra megin,“ segir Þórhildur og bend- ir jafnframt á að hjólreiðamaður sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri má vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir umferð- armerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjól- reiðamönnum. „Síðan er mik- ilvægt að muna og fara eftir því að barn yngra en 7 ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leið- sögn og eftirliti einstaklings sem náð hefur 15 ára aldri. Hjól víkja fyrir gangandi Samkvæmt lögum er meginreglan sú að hjólreiðamenn skuli hjóla á akbraut og er ekki gerður greinarmunur á stofnbrautum og öðrum akbrautum. „Hjólreiða- manni er auðvitað heimilt að hjóla á gangstétt og gangstíg valdi það gangandi vegfarendum hvorki hættu né óþægindum. Hér þurfa hjólreiðamenn að hafa það í huga að þeir eiga að víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta ýtrustu varúðar og sýna tillitssemi. Jafnvel á hjólreiða- stígum þar sem hjólið er kannski á heimavelli þurfa hjólreiðamenn einnig að sýna varúð og gæta sín á gangandi vegfarendum. Verður breyting á réttarstöðu hjólreiðamanns þegar hann fer af gangstétt út á götu? „Eins og áður segir ber hjól- reiðamönnum að víkja fyrir gangandi vegfarendum á gang- stéttum og gangstígum og gæta þess að valda þeim ekki óþæg- indum. Þegar hjólað er á ak- braut gilda framangreindar sér- reglur fyrir hjólreiðamenn og þegar þeim sleppir almennar um- ferðarreglur. Réttarstaðan er því vissulega ekki sú sama í þessum tveimur tilfellum og breytist þá um leið og farið er út á götu.“ Ómerktar gangbrautir Víða á höfuðborgarsvæðinu er aðstaða fyrir hjólreiðmenn og gangandi vegfarendur til að fara yfir götur en ekki sérstaklega merkt sem gangbraut. Hefur það þýðingu verði óhapp á slíkum stöðum? „Gangbrautir eru aðeins þar sem gangbrautarmerki eru. Sebramerking er til að undir- strika að um gangbraut sé að ræða, svo slík merking án gang- brautarmerkis er ekki gangbraut. Gangandi vegfarandi hefur aðeins forgang á gangbrautum en ekki öðrum gönguþverunum nema þær séu umferðarstýrðar. Ávallt verður þó að líta til hinnar al- mennu varúðarreglu 4. gr. um- ferðarlaga þar sem fram kemur að vegfarandi skuli sýna tillits- semi og varúð, en sú regla gildir jafnt um hjólreiðamenn sem öku- menn. Ekki er hægt að alhæfa um forgang vegfarenda hér, enda geta aðstæður og atvik verið mjög margbreytileg.“ Samkvæmt umferðarlögum hefur sá sem leiðir hjól yfir gangbraut stöðu gangandi veg- faranda og hefur forgang. Breytist réttarstaðan þegar hjól- að er yfir? „ Lögin gera ekki ráð fyrir því að hjólað sé yfir á gangbraut. Á gönguþverunum eins og við gatnamót er ekkert sem bannar hjólreiðamanni að hjóla yfir en þar sem fyrr gildir varúð og gagnkvæm tillitssemi vegfarenda. Í þessu samhengi má þó geta dóms frá árinu 2007 þar sem ekið hafði verið á barn sem hjólaði hægt yfir gang- braut. Þar var litið svo á að í því tilfelli hefði barnið átt að hafa sama forgang og gangandi vegfarandi. Hafa verður í huga að dómurinn, sem er sá eini sem vitað er til að taki á þessu álitaefni, leit til þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi voru í því einstaka máli. Fyrst og fremst má því segja að í samspili fjöl- breyttrar umferðar sé gagn- kvæm tillitssemi og varúð mik- ilvægasta veganestið.“ Hjólreiðamenn eru gestir á gangstígum og þurfa almennt að víkja fyrir gangandi. Morgunblaðið/Styrmir Kári HJÓLANDI Í UMFERÐINNI HEFUR FJÖLGAÐ Á UNDANFÖRNUM ÁRUM OG NÝTA FLESTIR SUMARTÍMANN TIL AÐ HJÓLA SÉR TIL SKEMMTUNAR OG KOMAST TIL OG FRÁ VINNU. RÉTTARSTÖÐU SÍNA ÞEKKJA ÞÓ EKKI ALLIR HJÓLREIÐAMENN NÉ ÖKUMENN OG GETUR ÞAÐ VALDIÐ MISSKILNINGI. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir hjólreiðamenn hafa al- mennt betri réttarstöðu á göt- unni en á gangstéttum. „Við er- um gestir á gangstéttum og þurfum að víkja fyrir gangandi vegfarendum. Á götunni gilda al- mennar reglur um hjólreiða- menn með nokkrum sér- reglum,“ segir Ásbjörn og bendir á að oft séu aðstæður með þeim hætti að hjólreiða- menn séu öruggari á götunni innan um stór ökutæki en á hjóla- og gangstígum. „Borg- artúnið er dæmi um svæði þar sem hjólreiðamaðurinn er öruggari á götunni en á hjóla- stígnum. Það eru margar þver- anir yfir hjólastíginn og sums staðar erfitt fyrir ökumenn að sjá þá sem koma á einhverri ferð á hjóli.“ Togstreita við ökumenn Ásbjörn segir umfjöllun um tog- streitu milli hjólandi og akandi í fjölmiðlum ekki sýna rétta mynd af ástandinu. „Almennt sýna bæði ökumenn og hjólreiða- menn hver öðrum tillitssemi í umferðinni. Helst verður nún- ingur milli manna þegar tveir eða fleiri hjólreiðamenn hjóla hlið við hlið á götu og gera öðrum ökutækjum erfitt að taka fram úr. Þá eru menn að reyna að kljúfa vindinn saman en auðvitað eiga þeir að hjóla hver á eftir öðrum í röð.“ Þá áréttar Ásbjörn að hjól séu skilgreind sem ökutæki í lögum og eigi því að fylgja sömu reglum og önnur ökutæki. Þannig séu hjólreiðamenn í sömu ábyrgðar- stöðu og aðrir ökumenn. VÍÐA HÆTTULEGRA AÐ HJÓLA Á STÍG EN GÖTU Réttarstaðan betri á götunni en á gangstígum fyrir hjólreiðamenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.