Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Síða 10
Í myndum 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Fyrir rúmum 20 árum fjölmenntu ökumenn á bensínstöð Ork- unnar þar sem forsvarsmenn Orkunnar lækkuðu bensín um tíma vegna áskorunar frá útvarpsstöðinni Kiss Fm. Morgunblaðið/ÞÖK Aðdáendur Hringadróttinssögu létu sig hafa það að bíða heila nótt til að fá miða á forsýningu á Turnana tvo árið 2002. Morgunblaðið/Sverrir Fyrir 23 árum auglýstu Samvinnuferðir-Landsýn 155 flugsæti á 7.900 krónur. Fólk kom vel útbúið til að vera fyrst í langri röð- inni en þá var ferðaskrifstofan staðsett í Austurstræti. Fyrir stórhátíðir mynduðust áður fyrr biðraðir við Ölgerð Egils þegar hvítölið var afgreitt á brúsa. Hér er hvítölið sótt árið 1976. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnú Fólk lét sig hafa það að rífa sig snemma fram úr bólinu á ísköldum laugardagsmorgni árið 2008 þegar nýr 38.000 fermetra versl- unarkjarni við Korputorg í Grafarvogi var opnaður. Fólk var mætt löngu áður en verslunarkjarninn var opnaður klukkan átta. Morgunblaðið/hag Fyrir 15 árum mynduðust biðraðir fyrir utan Krónubúðirnar þegar fyrstu 400 viðskiptavinirnir fengu í kaupbæti konfekt. Morgunblaðið/Golli Fjölmargar biðraðir hafa myndast í kringum tónleikahald. Hér má sjá eina frægustu biðröð fyrr og síðar; biðröð eftir miðum á tónleika Led Zeppelin árið 1970. Morgunblaðið/Kristinn Ben Bjuggu sig glöð undir langa bið RÚMLEGA 100 MANNS BIÐU Í BIÐRÖÐ EFTIR ÞVÍ AÐ ELKO Í LINDUM OPNAÐI NÝUPPGERÐA VERSLUN SÍNA Í VIKUNNI. FYRSTI VIÐSKIPTAVINURINN MÆTTI Í RÖÐINA KLUKKAN FJÖGUR UM NÓTT. ÞETTA ER EKKI Í FYRSTA SKIPTI, OG VARLA ÞAÐ SÍÐASTA, SEM ÍSLENDINGAR MÆTA SNEMMA Í RÖÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Árið 2004 opnuðu BT-tölvur verslun í Skeifunni. Þrjú hundruð manns stóðu í biðröð, þeir fyrstu mættu klukkan hálfellefu kvöldið áður en verslunin var opnuð þrátt fyrir leiðindaveður. Morgunblaðið/Kristinn Löng biðröð, meðfram allri Miklubraut, myndaðist síðastliðið sumar þegar veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs var opnaður en staðurinn tekur þó aðeins 15 manns í sæti. Allt á matseðlinum var þó frítt í tilefni opnunarinnar, eða meðan birgðir entust. Morgunblaðið/Eva Björk Ljósmynd/Kristinn Tómasson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.