Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 * Ég hygg að sjómenn njóti virðingar í samfélaginuí dag, þótt oft megi annað ráða af almennri um-ræðu um sjávarútveginn í heild. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra í Sjómannadagsblaði Snæfellsbæjar. Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND EGILSSTAÐIR Elsa Guðný Björgvinsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Minjasafns Austurlands, að í er segi rfinu í haust af Unni Birn a Guðný er með BA- Háskólanum á Akur þjóðfræði frá Háskóla Íslan hennar þar var um áhrif eld árið 1875, einkum á Jökuld Sýningar á verkefninu voru sett Vopnafirði og Egilsstöðum auk þess s Elsa Guðný vann útvarpsþátt sem sendur var út fyrir skemmstu en hún var áður fr SVAL Nem Sv g VESTMANNAEYJ Nýtt snjallsímaforrit um s m það hefur upp á að bjóða er væntan astigum undirbúnings og nú stendur yfir allsherj skráning á fyrirtækjum og þjónustu. Appið er hugsa fyrir ferðamenn og heima sem leiðsögumaður í vasa ætlað að auglýsa alla þjón sem í boði er á Eyjum, við og áhugaverða staði. STRANDABYGGÐ Næstu tvo mánudaga, 8. o munu starfsmenn áhaldah og garðaúrgang við lóðamör vík. Þá er kjörið tækifæri fyrir íbú nsa í kringum hús sín og á opn æðum í hverfum sínum og sjá til þ ð bærinn verði skínandi hreinn og f n, segir á heimasíðu sveitarfélagsins Forsvarsmenn fyrirtækja í bænum eru en ur hvat eins og mögulegt er JHORNAF ÖRÐUR Árdís Erna Halldórsdóttir hefur verið ráðin atvinnu- og ferðamálafulltrúi Hornafjarðar. Árdís býr á Höfn, er fædd árið 1977, gift Ingólfi Reynissyni og eiga þau fjögur börn. Árdís hefur MS-gráðu í ferðamálafræðum frá Háskóla Íslands, auk þess er hún í námi til kennsluréttinda í ferðamálafræðum á aldsskólas Gamla kirkjan á Djúpavogivar fyrir nokkrum dögumtekin af grunni sínum vegna endurgerðar hennar sem nú stendur yfir. Kirkja þessi var reist 1893 og var nýtt til helgihalds og annarra athafna til ársins 1996, að nýtt guðshús var vígt og tekið í notkun á nýjum stað. Þá var sú gamla afhelguð og lítið um hana sinnt næstu árin á eftir svo hún lá undir skemmdum. Nokk- ur ár eru síðan Djúpavogshreppur keypti kirkjuna gömlu af söfnuðinum og var hún þá mæld upp og svo hófust endur- bætur, sem Andrés Skúlason, odd- viti sveitarfélagsins, vonast til að ljúki innan þriggja ára. Í nýju hlutverki Mikilvægt þótti að endurbyggja gömlu Djúpavogskirkju sem setur mikinn svip á svæðið. Styður þessi endurbygging við húsverndarstefnu sveitarfélagsins sem hefur verið mikið áherslumál hjá því. Fyrr á þessu ári gaf sveitarfélagið út svo- kallaða Húsakönnun þar sem öllum eldri og merkari húsum í sveitar- félaginu eru gerð skil. „Hér eru þegar eldri byggingar sem hafa verið gerðar upp í bæn- um og við erum sem sagt að vinna áfram að endurbyggingu þessara gömlu og merku húsa sem ganga nú í endurnýjun lífdaga í nýju hlut- verki,“ segir Andrés. Hann segir varðandi uppbyggingu gömlu Djúpavogskirkju að kór og fordyri hafi verið orðin feyskin og verði rifin en timbur í burðarvirki og klæðningu kirkjuskipsins hafi að stórum hluta verið heillegt. Það verði því endurnýtt. Turninn þótti úr stíl „Við byggjum því nýtt fordyri, turn og svo nýjan kór en sá sem fyrir var þótti alltaf svolítið úr stíl,“ seg- ir Andrés og bætir við að á Djúpa- vogi sjái fólk fyrir sér að þetta 122 ára gamla hús, sem tekur 50 til 60 manns í sæti, öðlist nýtt og skemmtilegt hlutverk í framtíðinni, svo sem fyrir tónleikahald, sýn- ingar, bíó og margháttaða menn- ingarviðburði og einnig fyrir minna ráðstefnuhald. Þá hafi kaþólska kirkjan á Austurlandi óskað eftir að fá þarna inni fyrir messuhald einu sinni í mánuði. „Aðrir möguleikar eru svo þeir að þarna verði einnig hægt að setja upp sýningar tengdar kirkjum á svæðinu og um kristnitöku þar sem Þangbrandur og Síðu-Hallur voru í aðalhlutverki við kristnitökuna árið 1000.“ Faktorshús við höfnina Djúpavogshreppur hefur á liðnum árum átt samstarf við Minjastofnun vegna ýmissa verkefna er lúta að friðun og endurgerð gamalla húsa. Hafa nokkur þeirra fengið góða styrki og þar má nefna endurbygg- ingu Faktorshússins frá 1848. Þessa dagana er unnið að grjót- hleðslum við Faktorshúsið, þar sem stefnt er á að í nánustu framtíð verði m.a. upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og aðstaða fyrir starfs- stöðvar ýmsar og nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Faktorshúsið, sem er við höfnina á Djúpavogi, stendur við hlið Löngubúðar og mun setja sterkan svip á byggð- arlagið við voginn með höfuðtáknið Búlandstind í bakgrunni. Fjöldi gamalla húsa er í Djúpa- vogshreppi, sem er víðfeðmt sveit- arfélag. Nefnir Andrés í því sam- bandi að sex kirkjur séu í sveitar- félaginu, þar af fimm friðlýstar; Berufjarðarkirkja, Beruneskirkja, Papeyjarkirkja og Hofskirkja í Álftafirði og gamla guðshúsið á Djúpavogi sem fyrr er nefnt. DJÚPIVOGUR Gamla kirkj- an verði bíó ÓTALMÖRG GÖMUL HÚS ERU AUSTUR Á LANDI. NOKKUR ERU VIÐ DJÚPAVOG OG GANGA NÚ Í ENDURNÝJUN LÍFDAGANNA. ÞEIM VERÐA SVO FALIN NÝ HLUTVERK, MEÐAL ANNARS Í TENGSLUM VIÐ FERÐAÞJÓNUSTU. Vinna við endurbætur á guðshúsinu er í fullum gangi. Turninn hefur verið tekin af kirkjunni og fordyrið sett til hliðar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Faktorshúsið gamla stendur við höfn- ina og setur svip á byggðarlagið. Andrés Skúlason Gamla kirkjan sem var byggð árið 1893 hér í upprunalegri gerð sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.