Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Side 18
Ferðalög og flakk *Mílanófarar kvarta oft sáran undan háu verð-lagi í borginni. Næturklúbbar eru þar enginundantekning en fljótlega eftir að fjármála-kreppan skall á fyrir nokkrum árum tókuhópar fólks upp á því að dansa tangó á götumog torgum að kvöldlagi. Danssamkomur semþessar undir berum himni eru enn haldnar í Mílanó og mætti taka upp í fleiri borgum en stemningin ku vera góð. Dansað á götum úti M argir leiða hugann að Róm þegar ítalska menningu ber á góma og er það skiljanlegt, enda borgin víðfræg sögu sinnar og menningar vegna. Mökkur ferðamanna sæk- ir borgina heim á ári hverju og falla aðrar ítalskar borgir þá stundum í skuggann. Ein þeirra borga er Mílanó sem helst er þekkt sem háborg tísku en borgin hefur hins vegar upp á margt annað að bjóða. Þótt verslanir séu oft nefndar sem helsta aðdráttarafl borgarinnar er þar ýmislegt annað hægt að finna sér til dundurs. Bókasafn frá 1609 Listasafnið Pinacoteca de Brera er eitt fremsta safn Ítalíu og geymir verk eftir ítalska málara og myndhöggvara. Gera má ráð fyrir að bókelskir ferðalangar kunni að meta Ambrosiana-safnið er hýsir bæði bækur og lista- verk og var opnað í lok árs 1609. Borgina prýða einnig af- spyrnufallegar byggingar á borð við dómkirkjuna, Duomo di Mil- ano, og óperuhúsið víðfræga, La Scala. Fyrir fjörugri ferðamenn má síðan benda á rómað nætur- líf borgarinnar. Hugað að pyngjunni Mílanó varð illa úti í seinni heimsstyrjöld en þykir nú öll hin glæsilegasta enda helsta miðstöð viðskipta á Ítalíu. Hafa þarf þó í huga að verðlagning er eftir því. Lítill vandi er þó að lækka kostnað, t.d. með því að forðast veitingastaði á hefð- bundnum ferðamannastöðum sem oft eru ekki einungis rándýrir heldur bjóða oft einnig lakari mat. Leigubílum má sleppa og nýta þess í stað almennings- samgöngur. Einnig er vert að hafa það í huga að margt af því besta er ókeypis, t.d. göngutúrar um lystigarða borgarinnar. AFP Lystigarðurinn Parco Sempione er einn af fallegustu görðum Mílanó. I baksýn sést Friðarboginn (ít. Arco della Pace). SAGA, LIST, BÓKMENNTIR OG NÆTURLÍF Menningar- borgin Mílanó ÞVÍ HEYRIST STUNDUM FLEYGT AÐ ÍTALSKA BORGIN MÍL- ANÓ HAFI FÁTT UPP Á AÐ BJÓÐA FYRIR ÞÁ SEM EKKI HAFA ÁHUGA Á HÁTÍSKU. ÞVÍ FER ÞÓ FJARRI OG BORGIN VINNUR NÚ Á SEM NÚTÍMALEG MENNINGARBORG. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Þrátt fyrir að státa ekki af fornminjum á borð við Colosseum Rómaborgar býður Mílanó áhugamönnum um sagnfræði engu að síður upp á ýmislegt krassandi. Borgin var til dæmis áber- andi í uppgangi og falli fasism- ans á síðustu öld, en á torg- inu Piazza San Sepolcro kom hreyfing Mussolinis, Fasci di Combattimenti, saman í fyrsta sinn árið 1919. Nokkru seinna og á öðru torgi horfðu málin öðruvísi við, þegar lík Mussolinis, Clöru Petacci, hjákonu hans, og nokkurra annarra leiðtoga fasista voru hengd upp á hvolfi árið 1945 á torginu Piazzale Loreto. Torg þessi eru öllu friðsælli nú á tímum, en áhugaverð til upplifunar í ljósi sögunnar. Horft yfir fjármála- hverfi Mílanó af þaki dómkirkjunnar. Óperuhúsið La Scala í Mílanó er í fremstu röð á heimsvísu. Húsið sjálft er með frægari byggingum borgarinnar. HEIMSSAGAN Í MÍLANÓ Mussolini á hvolfi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.