Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Qupperneq 20
Ein víetnömsk fjölskylda átti leið hjá eyjunni okkar og veifaði. Ljósmyndir/Edda Lárusdóttir Þ að kom á óvart, þar sem við flæmdumst milli landa í Suðaustur-Asíu með bakpoka einan farangurs, hversu fjölbreyttur þessi heims- hluti í raun er. Mér hefði til dæmis ekki getað dottið í hug hversu ólíkir áfangastaðir Taíland og Víetnam væru fyrr en ég var lentur og á leiðinni frá flugvell- inum í höfuðborginni Hanoí. Eftir mánaðardvöl í Chiang Mai, Norð- ur-Taílandi, var Víetnam við fyrstu sýn eins og önnur pláneta, ólíkt öllum hugmyndum sem ég hafði gert mér upp heima á Ís- landi. Kommúnísk áróðursplaggöt, frönsk áhrif í byggingarlist og allt önnur tunga, menning og matargerð mættu manni í einu vetfangi eins og löðrungur. Næstu þrjátíu dagar áttu eftir að verða þeir allra eftirminnilegustu í ferð- inni um þennan kynngimagnaða heimshluta. Völundarhúsið Hanoí Hanoí var eins og áður sagði það fyrsta sem mætti okkur. Það er erfitt að koma orðum að því hvernig allt viðmót og andinn yfir öllu virtist allt annar en á Taí- landi, hvað þá heima á Íslandi. Í miðbænum lykkjast ótal götur saman í þröngri kös og að því er virðist fullkominni óreiðu. Eins og hálfgert völundarhús. Ég mæli með því að hafa góða skó með- ferðis, næla sér í kort af bænum, sem eru víða ókeypis, og taka a.m.k. einn dag í að labba um gamla bæinn og sjá hvað verður á vegi manns. Framandi hof með kínversku letri ættu að vera auð- fundin og fjöldi veitingahúsa er alltaf handan við hornið. Það getur verið upplifun í sjálfu sér að sitja fyrir utan veit- ingastað á fjölförnum vegamótum, oft á pinkulitlum plastkollum sem eru mikið notaðir í Víetnam, og horfa á umferðina þjóta hjá. Kon- ur með oddhvasa hatta munu reyna að selja ykkur varning sinn, sem venst fljótt, og aragrúi reið- og mótorhjóla streymir hjá. Ekki skemmir heldur fyrir að bjórglas kostar hér um bil fjórtán íslenskar krónur, en svokallaður „bía hoí,“ ódýr bjór sem er bruggaður daglega hjá mörgum veitingastöðum, er eitt af sér- einkennum Víetnam og þá sér- staklega Hanoí. Flói hinna þúsund eyja Náttúrufegurðin í Víetnam er gríðarleg og fjölbreytt eftir lands- hlutum. Ef ferðinni er heitið frá Hanoí eru tveir áfangastaðir norðarlega í landinu sem allir ferðamenn ættu að kynna sér: fjallabærinn Sapa og Halong-flói, „flói hinna þúsund eyja.“ Allnokkrar leiðir eru í boði til að skoða flóann, eins og ein heimsókn á ferðaskrifstofu í Hanoí mun sanna. Persónulega reyndi ég að forðast allar fyr- irframgreiddar pakkaferðir og mun því lýsa aðeins „frumlegri“ leið. Við tókum strætó frá Hanoí til hafnarborgarinnar Hai Phong, sem okkur fannst ómerkilegt pláss en þar mátti þó finna bát til eyjarinnar Cat Pa, sem er fyr- ir sunnan flóann fræga. Í ferjunni kynntumst við einstaklega hress- um áströlskum strák sem við átt- um eftir að vera mikið með næstu daga. Þegar til eyjarinnar var komið gerðum við okkur glað- an dag og leigðum kajak, keypt- um nesti, drykki og klaka í fötu og rerum milli aragrúa óbyggðra smáeyja flóans á sólríkum degi. Á einni þessara eyja fundum við auða strönd sem við ákváðum að yrði miðpunktur bátsferðarinnar, og þar vörðum við deginum í vel- lystingum. Við sáum ekki sálu á ferð nema víetnamska fjölskyldu, sem sigldi framhjá eyjunni okkar og veifaði. Við sólarlag rerum við aftur í höfn. Heimagisting í fjallaþorpum norðursins Eftir ævintýrið í flóanum var ferðinni aftur heitið til Hanoí og þaðan norður til bæjarins Sapa. Margir sem fara til Norður- Víetnam hafa það fyrir augum að ganga á fjöll, enda fegurðin þar mikil og af öðrum toga en í Halong-flóa. Aftur voru fjölmarg- ar fyrirframgreiddar pakkaferðir í boði sem við kepptumst við að forðast, og mun ég því enn og FRÁ ÞÚSUND EYJA FLÓUM TIL AFSKEKKTRA FJALLAÞORPA Ævintýralandið Víetnam VÍETNAM ER ÁFANGASTAÐUR SEM ALLIR ÆTTU AÐ HAFA Í SIGTINU. GÓÐUR MATUR, MENNINGARNAUTN OG NÁTTÚRUFEGURÐ BÍÐUR MANNS HVARVETNA OG EINHVERN VEGINN VIRÐIST ALLTAF VERA ÆVINTÝRI HANDAN VIÐ HORNIÐ, SÉ MAÐUR OPINN FYRIR SLÍKU. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is * Þeir sem fara á sambærileganflæking um Suðaustur-Asíu munueflaust kynnast því að ferðast með næt- urrútu, en það er einstaklega ódýr en óþægilegur ferðamáti. Svona lítur dæmigerður hrísgrjónaakur út í grennd- inni við Sapa. Gestgjafinn og húsmóðurin Xa ásamt yngsta syninum. Heim- ilislífið var skrautlegt þar á bæ. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Ferðalög og flakk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.