Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Page 26
E rna Björk, sem nýlega opnaði sölusíðu á kisinn.is, nýju vefsvæði sem býður hönnuðum og handverks- fólki upp á að selja vörur sínar á netinu, segist hafa byrjað að spreyta sig á mósaík sem unglingur. „Allt er svo tilviljunum háð. Ég byrjaði sem unglingur að vinna með steina og skeljar og gerði meðal annars mynd af Bítlunum í gagnfræðaskólanum í gamla daga úr muldu grjótisem þótti nokkð góð og vakti athygli. Ég tók mér frí á meðan maður var að koma sér upp heimili og fjölskyldu. Það sem síðan ýtti við mér og kom mér að stað aftur var það að árið 2002 fékk ég brjóstakrabbamein og þegar ég var búin að ganga í gegnum lyfjagjöf og geisla- meðferð þá fór ég í endurhæfingu hjá Ernu Magn- úsdóttur iðjuþjálfa, sem nú rekur Ljósið.“ Erna segir nöfnu sína hafa kveikt þennan neista aftur og eftir það fór hún á námskeið til þess að læra mósa- ík, fyrst hérna heima og síðan til Ítalíu í nokkrar ferðir. „Sparkið þarna með brjóstakrabbann kom mér af stað aftur og að kynnast Ernu Magnús- dóttur sem kveikti neistann á ný.“ Erna sótti nám í skólanum Mosaic Art School á Ítalíu, sem Lusiana Notturni rekur. Þar lærði hún meðal annars gömlu aðferðina sem var notuð til forna við að höggva niður marmara og nota smalti, gler sem notað notað var í gömlu kirkjunum og er notað enn þann dag í dag í veggskreytingar. „Þegar ég kom heim fór ég að prófa mig áfram í að nota íslenskt grjót og höggva það niður og nota í staðinn og það þykir mér skemmtilegasti efniviðurinn. Svo af því að við höfum ekki okkar hefð í mósaík þá langaði mig að reyna að gera þetta svolítið íslenskt,“ segir Erna sem notast við ís- lenska steina, grjót og skeljar í verk sín. „Íslenska grjótið er mjög mismunandi, sumar bergtegundir vilja molna nið- ur, en aðrar eru harðari í sér. Ég hef svolítið grófa áferð á þessu og er ekkert að reyna að höggva þetta til svo að þetta verði alveg slétt. Svo er ég líka að saga niður grjót og nota flögur með og leik mér með þetta. Þannig að það er bara gaman að spreyta sig á þessu og litadýrðin er ótrúlega mikil.“ Erna segist jafnframt sækja innblástur í náttúruna og landið sjálft. „Það fer eftir á hvaða tíma árs eða sólar- hrings, eftir veðurskilyrðum. Það er alltaf einhver nýr flöt- ur sem maður finnur á landinu. Ég held að það sé bara spurning um að heillast af því sem er í kringum mann. Ef ég sé fallega liti, hvort sem það er í garni eða mósaíkflísum eða öðru, þá fer hugmyndaflugið af stað.“ Aðspurð hvað sé skemmtilegast við mósaík segir Erna þessa óendanlegu möguleika í mósaík heilla einna mest. „Það eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera. Það er bara spurning um hugmyndaflugið. Það er í raun hægt að nota hvað sem er í mósaík, ef þú ert með fallegt efni í höndunum sem heillar þig, þá er gaman að prófa að búa eitthvað til úr því á þennan hátt. Svo er tæknin líka mjög mismunandi í mósaík en skemmtilegust finnst mér þessi gamla aðferð sem ég lærði á Ítalíu.“ Erna Björk, sem er með góða að- stöðu í bílskúrnum heima hjá sér, nýtur þess að prófa sig áfram með ýmis hráefni í mósaík. Morgunblaðið/Eggert Margvíslegar íslenskar bergtegundir og heillandi litaval má sjá í verkum Ernu sem sækir innblástur í íslenska náttúru. Falleg fiskamynd eftir Ernu gerð úr íslensku grjóti. Fallegur skeljavasi. Erna fer mikið í fjöruferðir og sækir áhugaverðan efnivið. Á Ítalíu lærði Erna að nota þá mósaík- aðferð sem var notuð til forna. BYRJAÐI AÐ VINNA MEÐ SKELJAR OG STEINA Á UNGLINGSALDRI Engin takmörk í mósaíkinni ERNA BJÖRK ANTONSDÓTTIR LÉT DRAUMINN RÆTAST OG SKELLTI SÉR Á MÓSAÍKNÁM- SKEIÐ Á ÍTALÍU TIL ÞESS AÐ LÆRA GÖMLU MÓSAÍKTÆKNINA. ERNA SEGIST ALLTAF HAFA HAFT ÁHUGA Á MÓSAÍK EN HÚN NOTAST VIÐ ÍSLENSKT GRJÓT OG SKELJAR Í VERK SÍN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Heimili og hönnun *Þau Einar Gylfason og Unnur Val-dís hjá hönnunarstofunni Leyni-vopninu hlutu nýverið gullverðlauní hinni alþjóðlegu Graphis-hönnunarkeppni. Hljóta þau verð-launin fyrir veggspjaldaröð, hann-aða fyrir Float, sem hefur verið valin til birtingar í bókinni Graphis Poster Annual 2016. Leynivopnið hlýtur gullverðlaun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.