Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Qupperneq 36
Græjur og tækni *Aðdáendur hljómsveitarinnar Queen getaglaðst yfir því að leikur helgaður hljómsveit-inni er nú fáanlegur fyrir iPhone og Android-síma. Í leiknum geta menn komist á snoðirum það hve mikið þeir vita um hljómsveitina,leyst ýmsar þrautir og unnið til verðlauna,þar á meðal styttur af Freddie Mercury. Einn-ig geta þeir hlustað á tónlist og keypt Queen- tengdan varning. Hvað veistu um Queen? Hægt og bítandi lagði Samsung undir sig Android-heiminn, síma fyrir síma, og enginn framleiðandivirtist þess megnugur að etja kappi við kóreska ris- ann þótt sumir hafi þeir kynnt prýðilega síma, jafnvel frá- bæra. Oftar en ekki vildi fólk þó ekki aðra síma en frá Samsung vegna þess að samkeppnissímarnir voru ekki nógu spennandi; þeir voru kannski góðir, en það vantaði eitthvað uppá í hönnun eða útfærslu. LG-símar voru til að mynda ekkert ýkja eigulegir forðum, en með G2 breyttist allt, þar var kominn sími sem skar sig úr hvað varðaði útlit og tæknilega útfærslu – framúrskarandi sími. Þar næst kom G3 sem var ekki síður framúrskarandi og í raun besti Android-farsími á markaði síðastliðið haust. Síðan hefur sitthvað gerst á símamarkaði, nýr iPhone kom á markað og Samsung kynnti afbragðsapparatið Galaxy S6 / Galaxy S6 Edge og það er því með nokkurri eftirvæntingu sem maður tekur upp nýtt flaggskip LG, G4. Það sést strax að LG hefur ákveðið að fara aðrar leiðir en Samsung og Apple, því hægt er að opna símann og taka rafhlöðuna úr, en eins og menn þekkja hugsanlega eru Gal- axy S6- og iPhone-farsímar þeirrar náttúru að ekki er hægt að opna þá. Ekki skiptir rafhlaða þó mestu máli í því sam- bandi heldur sú staðreynd að fyrir vikið er hægt að setja í símann minniskort eða skipta út korti fyrir enn stærra kort ef vill – síminn styður Micro SD-kort upp í tvö terabæti, sem kemur sér vel ef slík kort koma á markað, stærstu kort sem hægt er að fá í dag eru 200 GB. Síminn fer líka einkar vel í hendi, er traustbyggður og sterklegur þegar hann er kominn í höndina, en þótt maður taki ekki eftir því strax þá er hann aðeins sveigður og fyrir vikið er örlítið þægilegra að halda honum upp að eyranu – ekkert sem skiptir miklu máli, en snyrtilega gert. Líkt og með aðra síma í G-línunni eru hnappar á bakinu, nokkuð sem mér fannst ankannalegt þegar ég prófaði G2 á sínum tíma, en svo vandist það og þótt ég kjósi enn heldur að hafa þá á hliðinni hefur það ýmsa kosti að hafa þá á bak- inu og maður venst því eiginlega undireins eða svo gott sem. Hægt er að fá símann í býsna mörgum tilbrigðum – hefðbundið bak og svo leð- urklætt. Síminn sem ég skoðaði var einmitt með leðurklæddu baki, ljósbrúnt leður, sem lyfti símanum óneitanlega í annan klassa og gerði að verkum að það var miklu þægilegra að halda á honum fyrir vikið. Ekki veit ég hvort öll afbrigði verða til hér, en LG hefur kynnt sím- ann með ljósbrúnu baki, vín- rauðu, ljósbláu, gulu, gráu og svörtu, en einnig er hægt að fá hann með hvítu, gráu og dökk- gráu plastbaki – litatilbrigðin má sjá hér fyrir neðan. Rétt að nefna það að þótt ég segi að bakið sé úr plasti, þá er ker- amíkögnum blandað í plastið til að gera það sterkara og stam- ara. Athugið líka að saumurinn á bakinu er bara til skrauts. Tæknina á bak við skjáinn kalla LG-bændur Quantum Display, en þá er ekki bara hvít baklýsing (og litasíur) heldur er líka notuð blá baklýsing og fyrir vikið eru litir mun skærari og mettaðri en á eldri gerðum. Ég var ekki með G3 við höndina til að bera saman, en mér fannst skjárinn talsvert betri en á Samsung Galaxy S5 til að mynda, en S6 hefur enn vinninginn. Eitt af því sem símaframleiðendur hafa notað til að skera sig úr í samkeppninni er að bæta alls kyns aukadóti í Android-stýrikerfið. Stundum er það bæði gagnlegt og gott, en svo er það oft bara til trafala. Eftir að Google greip í taumana fyrir nokkrum árum og setti strangari reglur um hverju mætti bæta við stýrikerfið dró heldur úr og þar hefur LG geng- ið á undan með góðu fordæmi og tálgað mesta óþarfann af not- endaskilum LG-síma. Vissulega er útlitið ekki allt, þótt það sé náttúrlega misjafn hvað fólk leggur mikla áherslu á það alla jafna, en það er ekki upp á neitt að klaga hvað varðar tæknilega útfærslu á símanum og þá sérstaklega þegar myndavélin er annars vegar, því hún er sér- deilis glæsileg og reyndar ein magnaðasta myndavél í farsíma sem ég hef komist í tæri við. Myndflagan er 1/2,5" að stærð og upplausnin 16 MP (5.312 x 2.988 dílar). Hristivörn er í linsu og sjálfvirkur fókus notar leysigeisla til að skerpan verði sem mest. Linsan er f/1,8, sem er óvenju hröð linsa í snjallsíma. Svo er sér- stakur litaskynjari við hliðina á flassinu sem greinir umhverfisliti og velur réttan styrk á flassið. LG G4 kostar 119.990 kr. hjá Nova og nákvæmlega sama hjá Símanum, í báðum tilvikum með leðurbaki. Án leðurs kostar hann 114.990 kr. hjá Nova. (Er það of dýrt? Þá minni ég á að LG G3 er enn frábær sími og hann kostar bara 69.990 kr. hjá Símanum og sama hjá Nova.) FÁIR SÍMAFRAMLEIÐENDUR STANDAST SAMSUNG SNÚNING, EN LG GEFST EKKI UPP OG HEFUR REYNDAR NÁÐ BÝSNA LANGT MEÐ G-LÍNU SÍNA. NÝR LG-SÍMI, LG G4, FER EIGIN LEIÐIR Í ÚTLITI OG HÖNNUN MEÐ GÓÐUM ÁRANGRI – MÁ BJÓÐA ÞÉR SÍMA MEÐ BLEIKU LEÐRI? * Á símanum er Android 5.1 og ofan á því svoOptimus-notendaskil LG (útgáfa 4.0). Við fyrstu sýn er ekki yfir neinu að kvarta, svörun í símanum er mjög góð. Örgjörvinn í honum er Qualcomm MSM8992 Snapdragon 808 með tveggja kjarna 1,82 GHz Cortex-A57 og fjögurra kjarna 1,44 GHz Cor- tex-A53. Í símanum er innrauður sendir svo hægt er að nota símann sem fjarstýringu ef vill. * Skjárinn er 5,5" IPS-skjár og upplausnin 2.560 x1.440 dílar sem gefur 538 díla á trommu og ótrúlega skerpu. Síminn er annars 148,9 x 76,1 mm að stærð, en mis-þykkur eftir því hvar er mælt, þynnstur við jaðarinn, 6,3 mm,, en nær annars mest 9,8 mm. Heldur stærri um sig en Galaxy S6, svo þeim sam- anburði sé haldið áfram. Hann er 155 g að þyngd. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON G3 er óneitanlega glæsilegur í ljósbrúnu leðri. TILBRIGÐI VIÐ SNILLD Einhverjir muna kannski eftir Ara-verkefninu, en það snerist um það að þróa farsíma sem settur er saman úr mörgum ein- ingum. Hverri einingu má síðan skipta út eftir því sem þörf kref- ur, hvort sem hún hefur bilað eða maður vill bara uppfæra. Á Google I/O ráðstefnunni fyrir stuttu sýndu menn slíkan síma, drógu grind úr pússi sínu og röðuðu í hana ýmsum ein- ingum og kveiktu á símanum. Þegar búið var að sanna að sím- inn virkaði bætti kynnirinn síðan myndavélaeiningu við og tók mynd af viðstöddum. Hugmyndin að verkefninu varð til hjá Google, en Google ætlar þó ekki að framleiða símaeining- arnar, það eina sem Google mun láta smíða er grindurnar fyrir símana. Grind verður hægt að kaupa í kassa á um 5.000 kr. með grunneiningum eins og raf- hlöðu, skjá, örgjörva og einingu fyrir þráðlaust net. Seinna á þessu ári verða svo fyrstu Ara- símarnir boðnir til sölu í Púertó- ríkó. BÚTASÍMI Ara-sími verður að veruleika
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.