Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Side 41
7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
E
ftir að hafa farið nánast óhreyfð í gegnum fyrstu 33 ár æv-
innar breyttist hugarfarið og undirrituð áttaði sig á því að
hún gæti ekki gert kyrrsetunni svona hátt undir höfði.
Hugsandi fólk trítar kyrrsetu ekki eins og einhverja
drottningu og alls ekki ef þetta fólk stefnir á að verða 100 ára.
Mögulega hafði þessi hugarfarsbreyting eitthvað með það að
gera að undirrituð var á þessum tímapunkti búin að fæða tvö börn
með öllum þeim átökum sem þeirri skemmtireisu fylgir. Og fannst
í kjölfarið hlutverk sitt á jörðinni vera mun merkilegra en áður.
Þið vitið hvernig þessar mæður eru. Brautirnar í heila konunnar
endurforritast nefnilega við það að koma mannslífi í gegnum fæð-
ingarveginn. Vagínan tekur völdin og lífið verður ekki samt. Ef
karl hefði einhvern tímann fætt barn væri sko búið að hæpa þessa
skemmtiferð upp og veita verðlaun við hátíðlegar athafnir víða um
heim.
Það fyrsta sem undirritaðri datt í hug þegar hún var búin að
jafna sig eftir skemmtireisuna var að skrá sig á feitabollunámskeið
í líkamsræktarstöð (eins og konur gera). Vegna fæðingarorlofs
hafði undirrituð nægan tíma til að lesa sér til um mataræði, mat-
búa og skera niður grænmeti. Enda var drengurinn óvenju með-
færilegur og mikið ljós eins og stóri bróðir hans.
En svo kláraðist feitabollunámskeiðið og það fór allt í sama far-
ið aftur þangað til vinkona undirritaðar, sem lítur út eins og arab-
ískur veðhlaupahestur (ég hef sagt ykkur frá henni) dró pony-
hestinn (undirritaða) út að hlaupa. Arabíski veðhlaupahesturinn
var með háleit markmið og var stefnan sett á hálft maraþon og
fyrir það var æft næsta hálfa árið eða svo.
Undirrituð skilur ekki ennþá hvers vegna hún nennti að hafa
þennan lata pony-hest í eftirdagi og þjálfa hann þannig upp að
hann kæmist klakklaust í mark þarna í ágúst. Svona pony-hestar
geta verið dálítið ánægðir með sig og með því að komast í mark
fór metnaðurinn nánast yfir hættumörk.
Þetta gerði það að verkum að hann hætti ekki fyrr en hann var
búinn að fá tíma hjá besta kraftlyftingaþjálfara landsins. Planið
var að þrauka í mánuð og sjá svo til. Það sem gleymdist alveg að
taka með í þetta reikningsdæmi er að það að lyfta lóðum er
skemmtilegt, gefandi og núllstillandi.
Að rækta karlinn í sér, massa sig upp, er mjög valdeflandi fyrir
konur. Og eins og sést á myndinni verða þær ekki eins og rúss-
neskir kúluvarparar á því heldur sterkar. Flestum konum veitir
ekkert af því. Það að finna styrk sinn aukast er gott fyrir sjálfs-
traustið. Það eykur líka sjálfstraustið að geta haldið á börnunum
sínum á milli herbergja að næturlagi án þess að bugast, geta
breytt heima hjá sér án þess að láta karl hjálpa sér og geta farið
sjálf í Sorpu með fulla kerru af drasli (takk pabbi samt fyrir hjálp-
ina).
Það að geta gert allt sem karlar geta gert með líkamlegu afli
sínu er gott fyrir sjálfstraustið. Það besta við þetta er samt að
mennirnir í kringum mig eru löngu hættir að spyrja mig hvað ég
tek í bekk (sem er samt ekkert rosalegt). Það er eitt skref í átt að
jafnrétti.
Pony-hesturinn kann svo ógurlega vel við sig í lyftingaskónum
og með úlnliðahlífar að þegar hann var beðinn um að pósa í MAN
í þessum búnaði ásamt lyftingavinkonum sínum sagði hann auðvit-
að já. Ég legg ekki meira á ykkur! martamaria@mbl.is
Pony-hestur
pósar
Maríanna Garðarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Birna Bragadóttir,
Rannveig Eir Einarsdóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir, Hulda
Elsa Björgvinsdóttir og pony-hesturinn.
- Þín brú til betri heilsu
Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010
Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf
– Eru kílóin að hlaðast á?
– Er svefninn í ólagi?
– Ertu með verki?
– Líður þér illa andlega?
– Ertu ekki að hreyfa þig reglulega?
– ....eða er hreinlega allt í rugli?
www.heilsuborg.is
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Hjarta úr hvítagulli
25 punkta demantur
99.000,-
Gullhálsmen
Handsmíðað 14K, 2 iscon
26.000,-
Demantssnúra
30 punkta demantur, 14K
157.000,-
Demantssnúra
9 punkta demantur, 14K
57.000,-
Gullhringur
Handsmíðaður 14K, 2 iscon
45.700,-
Morgungjafir í miklu úrvali