Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Page 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Page 43
7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 M ichael Kors hlaut tilnefningu sem fatahönnuður ársins í kvenfatnaði ásamt Marc Ja- cobs, Joseph Altuzarra, Jack McCollough og Lazaro Hernandez fyrir Proenza Schouler og Mary-Kate og Ashley Olsen fyrir merki sitt The Row, sem að lokum hreppti viðurkenninguna. Tom Ford fékk viðurkenningu sem fatahönnuður árs- ins í herrafatnaði og Tabitha Simmons sem fylgihlutahönnuður ársins. Einnig voru Swarovski-verðlaun fyrir Gigi Hadid var stór- glæsileg í gylltum Michael Kors-samfestingi. CFDA-VERÐLAUNIN AFHENT Í ALICE TULLY HALL Í NEW YORK Tískuveisla rísandi stjörnu ársins afhent. Þau komu í hlut Rosie Assoulin fyrir kvenfatnað, Shayne Oliver fyrir Hood by Air í herra- fatnaði og Rachel Mansur og Floriönu Gavriel hjá Mansur Gavriel fyrir aukahluti. Söngvarinn Pharrel hlaut þá verðlaun sem tískufyrirmynd ársins, en hann er eini karlmaðurinn sem hefur unnið þessi verð- laun síðan 2012 þegar leikarinn Johnny Depp hreppti þau. Auk þess hlaut Betsey Johnson heið- ursverðlaun á hátíðinni. Diane Kruger var glansandi fín í rauðum kjól frá Prabal Gurung. Girls-stjarnan Jemima Kirke klædd- ist sumarlegu setti frá Rosie Assoulin og bar stóra blómaeyrnalokka. HÁTÍÐIN CFDA ER GJARNAN KÖLLUÐ STÆRSTA TÍSKUHÁTÍÐ HEIMS EÐA TÍSKU-ÓSKARINN. Á ÞESSUM ÁRLEGA VIÐBURÐI ERU HÖNN- UÐIR OG ÝMSIR TÍSKUFRUMKVÖÐLAR HEIÐRAÐIR MEÐ EINNI VIRTUSTU VIÐURKENNINGU TÍSKUHEIMSINS. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is AFP Julianna Margulies klæddist gegnsæjum, glitrandi Michael Kors-kjól. Victoria Beckham í eigin hönnnun ásamt Ham- ish Bowles. AFP Tvíburarnir Mary-Kate og Ashley Olsen hlutu verðlaunin fatahönnuðir ársins í kvenfatnaði fyrir merki sitt The Row. Hönnuðurinn og stílistinn Rachel Zoe var flott í macrame-kjól sem hún hannaði sjálf. Pharrell Williams hlaut verð- launin tískufyrirmynd ársins. Hann var afslappaður í gallabuxum og með hatt frá Vivienne Westwood. Kim Kardashian geislaði í sérgerðum Proenza Schouler kjól. Eiginmaður henn- ar, tískugúrúinn Kanye West, klæddist hönnun Haider Ackerman. ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.