Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Side 45
7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 kommisserum ESB, sem kalla ekki allt ömmu sína, leið ekki vel yfir þessari framgöngu umsóknarríkisins. Hvernig getur almenningur treyst þingmönnum sem í stjórnarandstöðu hafa ekki manndóm til að láta slíkt mál rækilega til sín taka? Enn horft til Grikklands Fróðlegt er í andrá þessarar umræðu að líta til Grikk- lands. Enginn veit á þessu augnabliki hvort Grikkir hrökkvi út úr evrusamstarfinu eða ekki og þá væntan- lega einnig út úr ESB eða hvort ótti sambandsins við „dómínóáhrif“ þessa smábrests þýði að leiðtogar þess láti ekki sverfa til stáls. Enginn blaðamaður spáði betur fyrir um rás atburða í aðdraganda bankahruns í Bandaríkjunum og Evrópu en Ambrose Evans-Pritchard. Faðir hans var einn kunnasti mannfræðingur síðari tíma og kannski hefur þekkingin þaðan hjálpað syninum að lesa manneskjuna betur en sumir aðrir. A. Evans-Pritchard segir svo í nýlegri grein í laus- legri þýðingu: „Óvarlegt er að vanmeta það stjórn- málalega fárviðri sem verður í kjölfar þess að Evrópa reynist ófær um að halda myntsamstarfin heilu og Grikklandsmálið reynist henni óviðráðanlegt. Sú stjórnmálalega skipun heimsins sem varð ofan á síðustu áratugina eftir seinna stríð sætir þegar ógnum frá Rússlandi sem vill rétta sinn hlut á ný.“ Pritchard minnir á að ríkisvald í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku hafi hrunið til grunna og ógnar- ástand ríki þar nú, og á sama tíma séu harðstjórnaröfl í Ný-Ottóman-veldisstíl að hrekja Tyrkland út úr sínu nána samstarfi við Vesturveldin. „Að missa Grikkland frá sér við þessar aðstæður – og það illa – myndi þýða stjórnmálalegan jarðskjálfta,“ segir Pritchard. Að hans mati er ekki hægt að fullyrða neitt um það, af hagfræðilegu öryggi, hvernig Grikklandi myndi farnast ef landið hyrfi út úr evrunni núna: „Kórsöngur hræðsluaðvarana frá leiðtogum evrusvæðisins um að missir evrunnar leiddi ógnarlega eyðileggingu yfir Grikki er aðeins samningatæknilegt innlegg eða mark- laus klisja. Hver einasta fullyrðing í flaumi slíkra sem áróðursmenn evrunnar hafa hamrað á síðustu 20 árin hefur reynst röng. Evran ýtti ekki undir hagvöxt á myntsvæðinu. Hún tryggði ekki samruna né tók hún við af dollaranum sem aðalmyntin í gjaldeyrisforða- búrum seðlabanka og annarra, né færði hún þjóðirnar tilfinningalega saman. Og fullyrðingar um að evru- höfnunarþjóðir eins og Bretar, Svíar og Danir myndu gjalda það dýru verði að standa utan við myntina reyndust innihaldslaust fleipur.“ Horft heim Hér á Íslandi kannast menn vel við slíkan hræðslu- áróður, síendurteknar klisjur og alhæfingar úr munni sanntrúaðra. Þær hafa því miður komið í svipuðum mæli frá „hlutlausum fræðimönnum“ og sanntrúuðum stjórnmálamönnum, sem sumir eiga ekkert eftir í hug- sjónakassanum sínum nema von um aðild að ESB. Flestar eru klisjurnar innfluttar og útslitnar en inn- lendar viðbætur og hrakspár hafa fylgt. Ferðin í hrað- lestinni inn í Brusseldýrðina átti að gera Ísland að efnahagslegri paradís á jörð á svipstundu. „Aðeins um- sóknin ein“ myndi gera efnahagslegt kraftaverk. Staðreyndin er hins vegar sú að átta árum eftir „hrun“ er atvinnuleysi á Spáni, Grikklandi og Portúgal enn ógurlegt. Fjórðungur vinnufærra landsmanna hefur gengið atvinnulaus í þessum löndum allt frá árinu 2008. Hér er staðan öll önnur. Síðustu fréttir frá nágrönnum okkar Írum eru þær að þar flýi tugþúsundir æskumanna fósturjörðina á ári hverju, enda er enn 30 prósenta atvinnuleysi í þeirra röðum. Og Íslendingar gerðu rétt í því að gleyma aldrei hrakspánum um það hvað gerast myndi hér á landi ef þeir leyfðu sér að hafna Icesave-kröfunum. Á þjóðinni dundu einhver hrikalegustu ósannindi sem nokkur ríkisstjórn (og handbendi hennar á ólíklegustu stöðum) hefur borið á borð fyrir fólkið sem borgar henni laun og hún er í vinnu hjá. Sá blettur er sem betur fer þvottekta og fer ekki hvernig sem skúrkarnir skrúbba. En atburðurinn hefur einnig þau áhrif að almenn- ingur treystir Alþingi enn illa. Í vandræðum sínum svara aðspurðir í könnunum að þeir treysti nú Pírötum best allra flokka. Enginn veit þó fyrir hvað sjóræningjarnir standa. Þeir sjálfir mega eiga það að þykjast ekki einu sinni vita það. Það er kannski það sem gerir þá svona aðlaðandi í augum ráðvilltrar þjóðar. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.