Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Qupperneq 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 H ún vildi að verk sín skiptu máli, að þau fjölluðu um mikilvæg málefni í lífi okkar, um hluti sem við ættum að vita af,“ segir bandaríski ljós- myndarinn Charles Harbutt í viðtali í TIME- tímaritinu, um vin sinn í áratugi, hinn áhrifa- ríka bandaríska ljósmyndara Mary Ellen Mark. Hún lést úr lungnabólgu hinn 25. september síðastliðinn, 75 ára að aldri; á síð- ustu misserum höfðu alvarleg veikindi brotið niður mótstöðuafl líkama hennar en þessi goð- sagnakenndi ljósmyndari hélt áfram að mynda og kenna, sýna fólki heiminn eins og hann er og hvernig ætti að skráetja hann, nánast til dauðadags. Harbutt bætir við að fyrir sér hafi megin- þema verka Mary Ellen á rúmlega hálfrar aldar ferli verið „konan í þessum þreytta gamla heimi okkar“. Og hann telur upp fræg verkefni sem hafa komið út í bókum Mary Ellen Mark, þar á meðal Ward 81, með mynd- um sem hún tók innilokuð á geðsjúkrahúsi fyrir konur; Falkland Road, sem fjallar um vændiskonur, margar vart af barnsaldri, við samnefnda götu í Bombay; þriggja áratuga verkefnið um Tiny, sem var unglingur á refilstigum þegar þær Mark hittust en birtist í væntanlegri bók sem tíu barna móðir á fimmtugsaldri; það er bókin um Móður Theresu og heimili hennar fyrir dauð- vona í Kalkútta; sú um út- skriftarveislur úr mið- skólum í Bandaríkjunum. Bæta má við þessi orð Harbutts að algeng- ustu viðfangsefnin eru ekki bara konur heldur líka þeir sem minna mega sín af ýmsum ástæðum; þar má nefna langtímaverkefni um fátækt í Bandaríkjunum, verkefnið Undrabörn sem Mary Ellen ljósmyndaði í Öskjuhlíðar- og Safamýraskólum í Reykjavík á árunum 2005 til 2007 og bókina rómuðu um sirkusa á Ind- landi. En Mary Ellen hafði óseðjandi áhuga á fólki á öllum stigum mannlífsins og sá áhugi birtist til að mynda í fjölmörgum portrett- verkefnum, sem hún tókst reglulega á við á sínum glæsta ferli. Þannig tók hún myndir í heillandi bók um tvíbura og myndaði bak við Laurie í baði á deild 81 í Oregon State-geðsjúkrahúsinu árið 1976. Þetta var kápumynd bókarinnar Ward 81 um konur á öryggisdeild geðsjúkrahússins. Mary Ellen fékk leyfi til að vera lokuð inni með þeim. Fyrsta kunna ljósmynd Mary Ellen. Hina fagra Emine stillir sér upp, Trabzon, Tyrklandi, 1965. BANDARÍSKI LJÓSMYNDARINN MARY ELLEN MARK LÉST Á DÖGUNUM, 75 ÁRA AÐ ALDRI. Á GLÆSTUM FERLI VANN HÚN AÐ MÖRGUM RÓMUÐUM LJÓSMYNDAVERKEFNUM OG Á SÍÐUSTU ÁRATUGUM MYNDAÐI HÚN OG KENNDI TALSVERT Á ÍSLANDI. EINAR FALUR INGÓLFSSON MINNIST HÉR VINAR, KENNARA OG SAMVERKAMANNS UM LANGT ÁRABIL. Einstök sýn á heiminn Mary Ellen Mark árið 1987. Ljósmyndir/Mary Ellen Mark Menning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.