Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Side 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Side 51
Leikarinn Marlon Brando við tökur á kvikmyndinn Apocalypse Now á Filippseyjum árið 1976. tjöldin við gerð yfir 100 kvikmynda, margra þeirra þekktustu frá undanförnum áratugum, og kom úrval þeirra út í bókinni Behind the Scenes sem selst hefur í bílförnum. Þar má sjá ljósmyndir frá gerð kvikmynda á borð við Apocalypse Now, Satyricon, Gaukshreiðrið og Maraþonmaðurinn. Harbutt segir réttilega að Mary Ellen hafi alltaf litið á sig sem portrettljósmyndara. Hún lagði ofuráherslu á að ná af fólki sterkum sjálfstæðum ljósmyndum sem töluðu til þeirra sem sáu vegna innihalds og agaðrar form- gerðar. Hún hafði ekki áhuga á svokölluðum ljósmyndafrásögnum, þar sem styrkurinn verður til í samtali margra mynda. Og hvert einasta verkefni nálgaðist Mary Ellen af óviðjafnanlegum metnaði. Lagði mikla vinnu í undirbúning, las sér til, aflaði heimilda og bjó sig undir hvað það sem hún kynni að mæta á vettvangi. Því kynntist ég sjálfur vel á þeim árum í New York þegar ég vann talsvert með henni þar, og síðar við undirbúning verkefna með henni hér á Íslandi. Hún fór í hvert verk með það í huga að gera sitt besta og sá metn- aður, sá öflugi drifkraftur, auk óviðjafnanlegs auga og samkenndar með fólki, fleytti henni strax á þrítugsaldri í þá stöðu að verða einn áhrifamesti ljósmyndari samtímans. Ljós- myndari sem hefur verið dáður og virtur fyrir framúrskarandi verk sín, líklega annar tveggja þekktustu kvenljósmyndara dagsins í dag, ásamt Annie Leibovitz. Þar er þó, að mínu mati, ólíku saman að jafna. Önnur fjallar um yfirborðið en hin fer í verkum sínum á dýptina, án málamiðlana. Aðdáendur og lærlingar Mary Ellen Mark breytti lífi mínu. Það er svo einfalt. Það var stórkostleg að vera sífellt að læra af henni, fyrst rúmlega tvítugur á nám- skeiði, svo sem starfsmaður í vinnustofu þeirra Martins Bell í New York, að njóta gjöf- ullar vináttu hennar gegnum árin og vera að lokum þeirrar gæfu aðnjótandi að kenna með henni á námskeiðum í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Við ræddum verk nemendanna við Ein af ljósmyndunum í Falkland Road-bókinni, um vændiskonur í Bombay árið 1981. Flogaveik stúlka búin undir vinnuna eftir að ættingjar komu með hana í vændishúsið eftir að eiginmaður yfirgaf hana. Móðir Teresa í Heimili hina dauðvona, Kalkútta á Indlandi, 1980. Mary Ellen gerði bók um Teresu.Amanda og Amy frænka hennar, Valdese, Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, 1990. 7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.