Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Síða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Síða 54
Hvort sem það er nú gotteða slæmt, þá held ég aðmyndavélin og ég verðum eitt þar til yfir lýkur,“ sagði Mary Ellen Mark í samtali okkar í Morg- unblaðinu árið 1989, þegar hún kom fyrst hingað til lands. Og sú varð raunin. Mary Ellen starfaði til dauðadags, 25. maí, við myndatökur og kennslu og sló aldrei af. Hún var einstakur og ástríðufullur ljós- myndari, næmasti mannþekkjari sem ég hef kynnst og traustur vin- ur. Aldarfjórðungi eftir þetta samtal, og eftir margar heimsóknir til Ís- lands og vinnu hér við ljósmyndun og kennslu, sagði hún við annan blaðamann: „Ísland er athyglis- verðasta landið í Skandinavíu. Það er einstaklega háþróað en á sama tíma óspillt og ekta. Þrátt fyrir hversu háþróað það er má samt segja að það einkennist af tær- leika.“ Þetta sagði Mary Ellen í samtali við Morgunblaðið fyrir ári, áður en árlegt þrettán daga námskeið okkar Martins Bell, eiginmanns hennar, hófst í Reykjavík. Hún bætti við: „Menningin er heillandi og fólkið dásamlegt sem landið byggir. Það er hjartahlýtt, með gott skopskyn og opið fyrir því að láta ljósmynda sig. Það er í raun fólkið sem gerir þetta land áhugavert á sjónrænan hátt.“ Vann fyrir Morgunblaðið Eins og Melissa Harris, fyrrverandi aðalristjóri Aperture-tímaritsins og samstarfskona Mary Ellen í ára- tugi, segir í hjartnæmri minning- argrein, þá elskaði Mary Ellen þrjú lönd. Lengi voru það Indland og Mexíkó, svo bættist Ísland í þann hóp. Og í þessum löndum skapaði hún nokkrar af sínum persónuleg- ustu ljósmyndafrásögnum. Mary Ellen þekkti Ísland því orðið vel og þá einkum mannlífið; sem ljósmyndari hafði hún minni áhuga á landslagi og náttúru. „Það sem er einstakt við Íslend- inga er að þegar maður kynnist þeim er maður búinn að eignast vini fyrir lífstíð. Þeir gleyma manni ekki og maður gleymir þeim aldr- ei,“ bætti hún við í fyrrnefndu við- tali og sagðist meta eitt öðru frem- ur hér á landi: „Það er þessi tærleiki og hreinskiptni fólksins. Það er ekki algengt og raunar svo sjaldgæft að ég get aðeins nefnt tvo staði þar sem ég hef fundið þetta. Það er á Íslandi og í litlum bæ í Mexíkó. Hann heitir Oaxaca og þar er fólkið opið, hreint og beint, rétt eins og Íslendingar.“ Það var á þessum tveimur stöð- um, og í vinnustofu sinni í New York, sem Mary Ellen kaus að kenna á árlegum námskeiðum síð- ustu árin sem hún lifði. Og þessi metnaðarfulli, kröfuharði og oft á tíðum baráttuglaði ljósmyndari, sem aldrei lét beygja sig, var hjartahlýr vinur sem studdi okkur vini sína eins og henni var frekast unnt. Gott dæmi um það er hvernig hún aðstoðaði við að koma ljós- myndum Ragnars Axelssonar, RAX, á framfæri, til að mynda við LIFE-tímaritið árið 1988. „Ég er sannfærð um að RAX sé einn af bestu ljósmyndurum sam- tímans. Hann hefur náð einhverju sem enginn annar hefur náð,“ sagði hún. Mary Ellen skrifaði afar fal- legan eftirmála við alþjóðlega bók um Ragnar í röðinni Photo Poche, og segir hann ljósmyndara knúinn áfram af ástríðu og vera með skýr markmið í list sinni. „Hann segir okkur sannleikann um það hvað er mikilvægt í þessum heimi; honum þykir raunverulega vænt um jörð- ina og fólkið sem hana byggir – hvað gæti verið betra,“ spyr hún og lýsir um leið sjálfri sér afar vel. Mary Ellen Mark kom fyrst til Íslands 1989, í boði okkar RAX og Páls Stefánssonar, sem allir höfðum kynnst henni á námskeiðum erlend- is árið áður, og Morgunblaðsins. Hún hélt þá fjölsóttan fyrirlestur í Háskóla Íslands. Ferðir þeirra hjóna hingað urðu sífellt fleiri og árlegar eftir aldamótin. Þá var meðal annars sett upp á Kjarvals- stöðum sýning á verkum Mary Ell- en, American Odyssey. Síðsumars 2005 vorum við Martin að fara í okkar árlegu veiðiferð í Dalina og Mary Ellen vildi koma með til landsins en hún hafði engan áhuga á veiði eða náttúru og óskaði eftir því að fá verkefni að takast á við á meðan. Ég var þá myndstjóri Morgunblaðsins og við settum upp fyrir hana fjögur verkefni sem hún ljósmyndaði á tveimur vikum og við birtum í kjölfarið í sunnudags- blaðinu. Í einni ljósmyndafrásögn- inni voru myndir sem Mary Ellen tók í réttum í Húnavatnssýslu en þangað fór hún með RAX og Páli Stefánssyni. Í annarri voru líflegar myndir sem hún tók af busavígslu og busaballi í MK. Það fannst henni skemmtilegt enda búin að ljós- mynda ýmiskonar hefðir og skemmtanir sem tilheyra unglinga- menningu víða um lönd. „Þessir krakkar höfðu frábært skopskyn. Unglingar eru mikið að sýnast og vilja láta taka af sér myndir. Ein stúlkan var svo pirruð vegna þess að ég vildi ekki taka myndir af henni að hún sparkaði í mig,“ sagði hún og hló. Þá myndaði Mary Ellen íslenska listamenn sem hún hafði kynnst, Helga Þorgils Friðjónsson, Kristján Davíðsson og einfarann Eggert Magnússon, auk hinnar bandarísku Roni Horn. Við bættum inn í sög- una eldri mynd sem hún tók árið 1993 af Stefáni „Stórval“ Jónssyni – þau Martin hafa safnað verkum hans – og þeim Richard Serra og Matthew Barney, sem báðir höfðu tengingu við Ísland. Loks rættist gamall draumur Mary Ellen, síð- asta daginn sem hún var á landinu í þeirri ferð, að hún fékk leyfi til að ljósmynda í Öskjuhlíðarskóla en hún hafði hrifist af stuðningnum við fatlað fólk á Íslandi. „Þessi skóli er dásamlegur,“ sagði hún eftir á, „í Öskjuhlíðarskóla eru börnin virt fyrir það hver þau eru, allir eru fullir af ást og hlýju og þess vegna er umhverfið svo notalegt.“ Eftir að myndirnar birtust í Morgunblaðinu fékk Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður Mary Ellen og Martin til samstarfs um ít- arlegri skráningu á heimi fatlaðra skólabarna í Reykjavík. Afrakst- urinn var sýningin og bókin Undra- börn og heimildakvikmynd Martins, Alexander, einstakt verkefni sem þau nutu að takast á við hér. Þótti Ísland athyglisverðast „ÞAÐ ER Í RAUN FÓLKIÐ SEM GERIR ÞETTA LAND ÁHUGA- VERT Á SJÓNRÆNAN HÁTT,“ SAGÐI MARY ELLEN MARK ÞEGAR HÚN ÚTSKÝRÐI DÁLÆTI SITT Á ÍSLANDI. Í ALDAR- FJÓRÐUNG KOM HÚN REGLULEGA HINGAÐ, LJÓS- MYNDAÐI OG KENNDI HÉR Á NÁMSKEIÐUM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður. Mark setti árið 2005 saman röð portretta af listamönnum fyrir blaðið. Morgunblaðið/Mary Ellen Mark Ástrós og Elín, nemendur í Öskjuhlíðarskóla, í skólasundi haustið 2005, fyrsta daginn sem ljósmyndarinn heimsótti skólann og tók þar myndir. Bóndinn kjassar reiðhestinn. Ljósmynd úr frásögn um réttir fyrir norðan. Morgunblaðið/Mary Ellen Mark Augljós hryllingur. Ein ljósmyndanna úr myndafrásögn um busavígslu í MK. Morgunblaðið/Mary Ellen Mark Morgunblaðið/Mary Ellen Mark 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Menning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.