Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 15
- Bjarga minjunum og rannsaka hvað væri þarna að finna.
- Leita uppi ritheimildir um kirkjuna – upphaf hennar og endalok.
- Skoða mannfræði kirkjugarðsins (sem reyndist ekki raunhæft vegna
lélegra varðveisluskilyrða og skorts á sérfræðingum).
- Tengja við það sem vitað var um gerðþróun kirkna og skoða um leið
byggingarlag, byggingarefni og notkunartíma hverrar kirkju um sig.
Þá átti að bjarga beinaleifum eftir því sem fært væri og flytja til Reykja-
víkur það sem væri hægt að rannsaka frekar. Annað skyldi endurjarðsetja
á Ísafirði.3
Sárafáar rannsóknir höfðu farið fram á Vestfjörðum sem eru þó gósen-
land minjaskoðunar vegna þeirrar sögu sem þar er að finna. Þarna var
talinn möguleiki á beinarannsóknum en fáar slíkar voru til úr kristni á
Íslandi. Þá var þarna kirkja en aðeins höfðu verið birtar rannsóknir á einni
slíkri árið 1985.4 Þetta hefur breyst til batnaðar.
Úr ýmsum ofangreindra markmiða rættist en öðrum ekki.
Öskulagagreiningu var ekki hægt að beita. Ekki er að finna öskulög frá
sögulegum tíma í Skutulsfirði. Geislakolsmælingum var ekki beitt enda
auðsætt að megnið af þeim viðarleifum sem þarna var að finna kynni að
vera reki. Ákveðið var að senda ekki bein í geislakolsgreiningu. Kostnaður
við það hefði verið utan þeirra marka sem okkur voru sett.
Ekki er til nein ársett gerðþróun fyrir kirkjur hér á landi enda væri
hreint ekki auðvelt að gera slíkt. Þá er um mörg stig kirkna að ræða,
dómkirkjur, alkirkjur, hálfkirkjur og bænhús.5
Þegar uppgreftri lauk varð því fyrst og fremst að skoða ritheimildir um
kirkjuna og sjá hvort þær gæfu skýrari mynd af sögu hennar.
Aðstæður - staðarlýsing
Skutulsfjörður er ysti fjörður við Ísafjarðardjúp að sunnanverðu. Nafn
hans er þó ekki mikið notað í daglegu tali því að oftar er látið nægja að
vísa í kaupstaðinn Ísafjörð. Fram fjörðinn er, eins og víðar á Vestfjörðum,
ekki mikið undirlendi, mest brattar hlíðar. Innst í firðinum eru þrír dalir
og nefnist sá syðsti Engidalur, síðan er Dagverðardalur, þar sem nú er ekið
niður af Breiðadalsheiði, og sá nyrsti nefnist Tungudalur. Það er Engidalur
sem er sögusvið okkar. Í dalnum voru fimm bæir, Hafrafell og Kirkjubær
næst sjó, gegnt hvor öðrum, þá Kirkjuból og Engidalur (Neðri og Efri)
og Fossar efst í dalnum. Af þessum bæjum var aðeins búið á öðrum
Engidalsbænum svo og í Kirkjubæ sumarið 1985. Á fellur um dalinn,
nefnd Langá6, og skiptir honum í tvennt.
14 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS