Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 35
Norðan kirkju og sáluhliðsmegin mátti finna átta grafir (2/15/17/19/ 20/21/23/24). Í einni var einungis svart duft. Hún var grunn og kölluðum við hana stundum vetrargröfina (2). Í fjórum voru einungis kistuleifar (15/17/20/21). Gröfin merkt 15 var sérlega djúp og stutt og var eflaust barnsgröf. Í gröfinni merktri 20 voru skýrar kistuleifar og í þeim voru naglar (F58). Viðurinn sýndist vandaðri en yfirleitt var í kistunum. Sama gilti um gröf 19 en í henni voru bæði bein og kistuleifar. Beinin voru að vísu einungis för í moldinni en naglarnir voru í kistunni (F57). Í gröfum 23 og 24 voru bæði bein og kistuleifar. Grafir merktar 17, 23 og 24 lágu í þyrpingu. Gröf 24 var dýpst þeirra og leifarnar verst farnar í henni. Þá er eftir að greina grafir þær sem næstar eru kirkjunni. Þeim er rétt að skipta í tvo flokka, annars vegar þær sem liggja utan við og utan í torfveggjum og hins vegar þær sem liggja undir torfveggjum. Hinar fyrrnefndu eru helst sunnan kirkju og austan. Sunnan við voru fjórar grafir (1,3,6,9), teknar hver ofan í aðra. Þar voru einna heillegastar minjar. Grafir 1, 3 og 6 voru allar álíka djúpt teknar og lágu í röð frá austri til vesturs. Þó var gröf 1 greinilega tekin þar ofan í hinar og telst því yngst þessara fjögurra. Í henni var heilleg grind en lélegar kistuleifar. Í gröfum 3 og 6 voru bein í báðum tilvikum léleg. Í gröf 3 var kista en ekki í gröf 6. Sérstæðust þessara grafa var gröf 9. Þar var ekki kistu að finna og hún er dýpra tekin en hinar. Hún var auk þess svo nærri torfveggnum að við lá að hún væri undir honum. Vaknaði þá fyrst grunur um að þar væri leifar annarrar kirkju að finna og þá timburhúss. En kannski var það allra sérstæðasta að hún snéri öfugt við hinar, þ.e. höfðalag var í austur en ekki vestur. Loks voru sérstæðar hleðslur við höfðalag, þrír steinar, flatir, upp á rönd um höfuðkúpu líksins. Líklega var einn að auki ofan á en honum hafði verið raskað svo ekki var það fullkomlega öruggt. Um grafir austan við er fátt að segja utan að í tveimur voru harla lélegar leifar (13/14) en í tveimur harla góðar miðað við garðinn í heild (26/27). Út frá því má giska á að 13/14 séu eldri grafir en ekki verður sagt um raunverulegan aldur. Norðanmegin voru þrjár grafir sem ekki er margt um að segja. Tvær voru tómar (31/32) en í þriðju voru nokkrar beina- og kistuleifar, en lélegar. Gröf 31 var undir gröf 25 og lágu þær grunsamlega nærri torf- vegg, svo að mín ágiskun er að þær tilheyri fyrra skeiði kirkjunnar. Að sunnan og austan voru síðan sjö grafir sem allar voru teknar áður en torfkirkjan var byggð því að þær eru undir veggnum, álíka illa varð- veittar allar með kistu- og beinaleifum (nema hugsanlega 34. Hinar voru 34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.