Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 35
Norðan kirkju og sáluhliðsmegin mátti finna átta grafir (2/15/17/19/
20/21/23/24). Í einni var einungis svart duft. Hún var grunn og
kölluðum við hana stundum vetrargröfina (2). Í fjórum voru einungis
kistuleifar (15/17/20/21). Gröfin merkt 15 var sérlega djúp og stutt
og var eflaust barnsgröf. Í gröfinni merktri 20 voru skýrar kistuleifar
og í þeim voru naglar (F58). Viðurinn sýndist vandaðri en yfirleitt var í
kistunum. Sama gilti um gröf 19 en í henni voru bæði bein og kistuleifar.
Beinin voru að vísu einungis för í moldinni en naglarnir voru í kistunni
(F57). Í gröfum 23 og 24 voru bæði bein og kistuleifar. Grafir merktar
17, 23 og 24 lágu í þyrpingu. Gröf 24 var dýpst þeirra og leifarnar verst
farnar í henni.
Þá er eftir að greina grafir þær sem næstar eru kirkjunni. Þeim er rétt
að skipta í tvo flokka, annars vegar þær sem liggja utan við og utan í
torfveggjum og hins vegar þær sem liggja undir torfveggjum.
Hinar fyrrnefndu eru helst sunnan kirkju og austan. Sunnan við voru
fjórar grafir (1,3,6,9), teknar hver ofan í aðra. Þar voru einna heillegastar
minjar. Grafir 1, 3 og 6 voru allar álíka djúpt teknar og lágu í röð frá austri
til vesturs. Þó var gröf 1 greinilega tekin þar ofan í hinar og telst því yngst
þessara fjögurra. Í henni var heilleg grind en lélegar kistuleifar. Í gröfum 3
og 6 voru bein í báðum tilvikum léleg. Í gröf 3 var kista en ekki í gröf 6.
Sérstæðust þessara grafa var gröf 9. Þar var ekki kistu að finna og hún
er dýpra tekin en hinar. Hún var auk þess svo nærri torfveggnum að við
lá að hún væri undir honum. Vaknaði þá fyrst grunur um að þar væri
leifar annarrar kirkju að finna og þá timburhúss. En kannski var það allra
sérstæðasta að hún snéri öfugt við hinar, þ.e. höfðalag var í austur en ekki
vestur. Loks voru sérstæðar hleðslur við höfðalag, þrír steinar, flatir, upp
á rönd um höfuðkúpu líksins. Líklega var einn að auki ofan á en honum
hafði verið raskað svo ekki var það fullkomlega öruggt.
Um grafir austan við er fátt að segja utan að í tveimur voru harla
lélegar leifar (13/14) en í tveimur harla góðar miðað við garðinn í heild
(26/27). Út frá því má giska á að 13/14 séu eldri grafir en ekki verður
sagt um raunverulegan aldur.
Norðanmegin voru þrjár grafir sem ekki er margt um að segja. Tvær
voru tómar (31/32) en í þriðju voru nokkrar beina- og kistuleifar, en
lélegar. Gröf 31 var undir gröf 25 og lágu þær grunsamlega nærri torf-
vegg, svo að mín ágiskun er að þær tilheyri fyrra skeiði kirkjunnar.
Að sunnan og austan voru síðan sjö grafir sem allar voru teknar áður
en torfkirkjan var byggð því að þær eru undir veggnum, álíka illa varð-
veittar allar með kistu- og beinaleifum (nema hugsanlega 34. Hinar voru
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS